18.01.2020
Stundum er sagt að Ísland sé eins og stór tilraunastofa í jarðfræði og víst er að náttúra landsins er áhugaverð fyrir jarðfræðinga og áhugafólk um jarðfræði. Víða má sjá með berum augum hvernig náttúruöflin móta landslagið.
17.12.2019
Börn hafa skemmtilega sýn á náttúruna. Við réttar aðstæður upplifa þau ævintýri úr einföldustu fyrirbærum og hinir fullorðnu njóta góðs af gleði þeirra. Þess vegna eru fjölskylduferðir þar sem börn og fullorðnir ferðast saman skemmtilegar fyrir alla.
17.12.2019
Jóga er frábær líkamsrækt og passar einstaklega vel með gönguferð í náttúrunni. Jóga miðar að því að gera okkur heilbrigð á líkama, huga og sál með æfingum, öndun og hugleiðslu.
11.12.2015
Náttúra landsins er orðin auðlind, hún skapar gjaldeyristekjur. Við í Útivist höfum lengi litið á náttúru landsins sem verðmæti, alveg óháð því hvort hún skaffi peninga í kassann. Náttúran, og þá ekki síst hálendi landsins, er það sem nærir huga okkar, veitir okkur ómælda gleði og hvíld frá brauðstriti hversdagsins. Út í náttúrunni hverfa vandamálin, stress og argaþras borgarlífsins verður órafjarri.
19.12.2014
Everest-hópur Útivistar hefur gengið um fjöll og firnindi síðustu fjögur ár, við mikla gleði þátttakenda sem sumir hafa verið í hópnum allan þann tíma.
17.12.2014
Þórarinn Eyfjörð formaður Útivistar fjallar hér um hugmyndir stjórnvalda sem ógna náttúrunni og samstöðu þjóðarinnar um þann sameiginlega þjóðarauð Íslendinga sem falinn er í náttúru landsins.
24.01.2012
Nokkrum félögum í Útivist var nokkuð brugðið á leið sinni í Dalakofann um síðustu helgi þegar við þeim blöstu bílför all víða utan vega með tilheyrandi náttúruspjöllum. Fanney Gunnarsdóttir birti myndir af förunum á samskiptavefnum Facebook og hafa þær vakið mikla athygli. Í kjölfarið sendu Þórarinn Eyfjörð formaður Útivistar, Hafliði S. Magnússon formaður Ferðaklúbbsins 4x4 og Elvar Árni Lund formaður Skotvís frá sér yfirlýsingu þar sem þessi umhverfisspjöll eru fordæmd harðlega. Yfirlýsing formannanna er hér að neðan.
16.01.2012
Hvernig verður sjálfsmynd þjóðar til og hvernig setur þjóð sér siðferðisleg gildi? Íslendingar voru minntir á það síðasta vetur að við erum ákaflega máttlítil þegar við stöndum frammi fyrir frumkröftum náttúrunnar. Fyrir ekki svo löngu síðan leit út fyrir að þjóðin teldi sér trú um að hún væri herra heimsins.