Lengri ferðir

Síun
  • Dags:

    lau. 5. júl. 2025 - þri. 8. júl. 2025

    Brottför:

    • Skáli

    Í víðum fjallasal breiðir Hólmsárlón úr sér en yfir því gnæfa Svartahnjúksfjöll og Torfajökull. Í suðri má sjá tindinn á fjallinu Strút, en af honum er nafn leiðarinnar dregið. Gangan hefst í Hólaskjóli en þaðan er um tveggja klukkustunda gangur í skálann við Álftavötn þar sem gist er fyrstu nóttina. Frá Álftavötnum er gengið með Svartahnjúksfjöllum í Hólmsárbotna og þar gefst jafnan tækifæri til að skola af sér ferðarykið í hinni rómuðu Strútslaug. Úr lauginni er gengið í Strútsskála þar sem gist er tvær nætur. Þann dag sem dvalið er í skálanum er gengið um einstakt umhverfi skálans. Á lokadegi liggur gönguleiðin um Mælifellssand í Hvanngil þar sem rúta tekur upp hópinn.

    Brottför er frá Mjódd.  Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir, flutningur á farangri milli skála og allar skálagisting.

    Ferðalýsing

    • Verð:

      109.000 kr.
    • Félagsverð:

      94.000 kr.
    • Nr.

      2507L03
    • ICS
  • Dags:

    lau. 5. júl. 2025 - þri. 8. júl. 2025

    Brottför:

    • Skáli

    Þessi leið er ein helsta skrautfjöður Útivistar. Ferðin hefst með göngu á Sveinstind. Útsýnið yfir hinn margrómaða Langasjó, sem kúrir upp við Vatnajökul, er hreint ólýsanlegt. Í góðu skyggni má líta yfir bróðurpart hálendis Íslands. Leiðin liggur svo um fáfarnar slóðir, söndugar og mosavaxnar, meðfram Skaftá og um leynistigu með Uxatindum og fram grösuga Skælinga. Ganga á Gjátind og um sjálfa Eldgjá er góður lokakafli á þessari margbreytilegu göngu sem lýkur í Hólaskjóli. Ferðirnar eru trússferðir. Farangur er fluttur á milli náttstaða, svo að þátttakendur þurfa aðeins að bera bakpoka með nesti og hlífðarfötum.

    Fararstjóri er Páll Arnarson

    Ferðalýsing

    • Verð:

      113.000 kr.
    • Félagsverð:

      99.000 kr.
    • Nr.

      2507L02
    • ICS
  • Dags:

    lau. 5. júl. 2025 - mið. 9. júl. 2025

    Brottför:

    • Skáli

    Hér er klassísk Laugavegsferð þar sem leiðin er gengin í fjórum þægilegum áföngum. Undanfarin ár hefur Ferðafélagið Útivist staðið fyrir velheppnuðum fjölskylduferðum um Laugaveginn. Þarna hafa ungir sem aldnir slegist í för og notið sín. Ferðin er ætluð allri fjölskyldunni og sniðin að þörfum barna. Hér er því upplagt tækifæri til að kynna dásemdir útivistar fyrir yngri kynsklóðinni. Æskilegt að börn hafi náð átta ára aldri.

    Ekið úr Mjódd í Landmannalaugar að morgni dags og samdægurs gengið sem leið liggur í Hrafntinnusker þar sem gist er fyrstu nóttina. Úr Hrafntinnuskeri er haldið suður eftir sléttum vestan Reykjafjalla og um Jökultungur í Hvanngil. Úr Hvanngili er gengið um slétta sanda, með Mýrdalsjökul á vinstri hönd, í Emstrur þar sem gist er í Botnaskála. Frá Emstrum liggur leiðin yfir Syðri-Emstruá á göngubrú í fallegu gili og áfram sem leið liggur um Almenninga í Þórsmörk. Í Básum á Goðalandi bíður göngumanna grillveisla í einstöku umhverfi, en þar er gist í notalegum skála. Á sunnudegi er farið í stutta göngu um nágrenni Bása áður en haldið er heim.

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      159.000 kr.
    • Félagsverð:

      145.000 kr.
    • Nr.

      2507L01
    • Suðurland

    • ICS
  • Dags:

    mið. 9. júl. 2025 - sun. 13. júl. 2025

    Brottför:

    • Skáli

    Ævintýrið við Strút er bækistöðvarferð fyrir krakka, mömmur, ömmur, pabba, afa, frænkur og frændur.

    Hálendið í kringum Strútsskála verður kannað, farið verður í Strútslaug, ætt upp og niður fjöll og firnindi, stiklað yfir ár og leitað að hellisskútum. Farið í ratleik, föndrað, haldnar kvöldvökur og kveiktur varðeldur. Það verður glens og gaman. Öll gil og krókar í nágrenni skálans verða skoðuð hátt og lágt, stunduð listsköpun úti í náttúrunni, teiknaðar myndir, búnar til sögur, samin lög og sungið, lesnar sögur og samin ljóð. Síðasta kvöldið verðum sameiginlegur kvöldmatur.

    Fýlupúkar eru vinsamlegast beðnir um að fara ekki í þessa ferð en allir hinir hjartanlega velkomnir ;)

    • Verð:

      103.000 kr.
    • Félagsverð:

      89.000 kr.
    • Nr.

      2507L04
    • ICS
  • Dags:

    fös. 11. júl. 2025 - mán. 14. júl. 2025

    Brottför:

    • Tjald

    Siglt frá Bolungarvík í Hornvík þar sem settar verða upp tjaldbúðir og gengið út frá þeim.

    Farið verður um Hornbjarg og Hornbjargsviti í Látravík heimsóttur. Gengið verður um einstigi í Hvannadal. Þá verður farið um Rekavík bak Höfn, Atlaskarð og í Hælavík á æskuslóðir Jakobínu Sigurðardóttur og Þórleifs Bjarnasonar og e.t.v. lesið úr minningabókum þeirra.

    Bátur sækir farangur en hópurinn gengur um Hafnarskarð í Veiðileysufjörð og hittir á bátinn þar. Hámarksfjöldi 20 manns.

    Þátttakendur koma sér sjálfir á upphafstað í bátinn.

    Fararstjóri er Steinar Sólveigarson

    Innifalið er sigling, fararstjórn og flutningur á farangri.  Gist er í eigin tjöldum.

    • Verð:

      73.000 kr.
    • Félagsverð:

      59.000 kr.
    • Nr.

      2507L05
    • ICS
  • Dags:

    þri. 15. júl. 2025 - fös. 18. júl. 2025

    Brottför:

    • Skáli

    Í víðum fjallasal breiðir Hólmsárlón úr sér en yfir því gnæfa Svartahnjúksfjöll og Torfajökull. Í suðri má sjá tindinn á fjallinu Strút, en af honum er nafn leiðarinnar dregið. Gangan hefst í Hólaskjóli en þaðan er um tveggja klukkustunda gangur í skálann við Álftavötn þar sem gist er fyrstu nóttina. Frá Álftavötnum er gengið með Svartahnjúksfjöllum í Hólmsárbotna og þar gefst jafnan tækifæri til að skola af sér ferðarykið í hinni rómuðu Strútslaug. Úr lauginni er gengið í Strútsskála þar sem gist er tvær nætur. Þann dag sem dvalið er í skálanum er gengið um einstakt umhverfi skálans. Á lokadegi liggur gönguleiðin um Mælifellssand í Hvanngil þar sem rúta tekur upp hópinn.

    Brottför er frá Mjódd. Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir, flutningur á farangri milli skála og allar skálagisting.

    Ferðalýsing

    • Verð:

      109.000 kr.
    • Félagsverð:

      94.000 kr.
    • Nr.

      2507L08
    • ICS
  • Dags:

    þri. 15. júl. 2025 - fös. 18. júl. 2025

    Brottför:

    • Skáli

    Þessi leið er ein helsta skrautfjöður Útivistar. Ferðin hefst með göngu á Sveinstind. Útsýnið yfir hinn margrómaða Langasjó, sem kúrir upp við Vatnajökul, er hreint ólýsanlegt. Í góðu skyggni má líta yfir bróðurpart hálendis Íslands. Leiðin liggur svo um fáfarnar slóðir, söndugar og mosavaxnar, meðfram Skaftá og um leynistigu með Uxatindum og fram grösuga Skælinga. Ganga á Gjátind og um sjálfa Eldgjá er góður lokakafli á þessari margbreytilegu göngu sem lýkur í Hólaskjóli. Ferðirnar eru trússferðir. Farangur er fluttur á milli náttstaða, svo að þátttakendur þurfa aðeins að bera bakpoka með nesti og hlífðarfötum.

    Ferðalýsing

    • Verð:

      113.000 kr.
    • Félagsverð:

      99.000 kr.
    • Nr.

      2507L07
    • ICS
  • Dags:

    þri. 15. júl. 2025 - fim. 17. júl. 2025

    Brottför:

    • Skáli

    Eftir velheppnaðar bækistöðvaferðir í Bása síðast liðin sumur verður leikurinn endurtekinn.

    Stundum er talað um að hjarta Ferðafélagsins Útivistar slái í Básum á Goðalandi, en þar eiga jafnt yngri sem eldri Útivistarfélagar margar sælar minningar. Þessi ferð er tilvalin fyrir eldri félaga sem vilja endurupplifa góðar minningar, sem og nýja félaga á virðulegum aldri sem langar að kynnast þessari paradís undir leiðsögn kunnugra.

    Lagt verður af stað frá Mjódd kl. 10:00 á þriðjudegi og ekið í Bása. Eftir að hafa komið sér fyrir í skála er farið í tveggja tíma göngu í nágrenni skálans, gengin Básahringur með viðkomu í Fjósafuð.

    Daginn eftir verður boðið uppá göngur við allra hæfi. Hvert haldið verður kemur í ljós síðar. Farið verður í ca fimm tíma göngu. Einnig verður farin léttari ganga í nágrenni Bása fyrir þá sem það vilja. Þeir sem ekki fara í gönguferð geta haldið kyrru fyrir í Básum og notið kyrrðarinnar. Varðeldur með sögn og dans um kvöldið.

    Heimfarardag verður stoppað á leiðinni og tekin um tveggja tíma gönguferð á einhverjum af þeim náttúruperlum sem þar eru.

    Fararstjórar: Guðrún Frímannsdóttir, Guðbjartur Guðbjartsson og Jóhanna Benediktsdóttir
    Innifalið: Leiðsögn, akstur, heit sturta og tvær skálagistingar auk sameiginlegra kvöldmáltíða bæði kvöldin

    Brottför:      15. júlí kl. 10.00 frá Mjódd
    Heimkoma: 17. júlí á milli kl. 17.00 og 18.00

    • Verð:

      73.000 kr.
    • Félagsverð:

      59.000 kr.
    • Nr.

      2807L09
    • ICS
  • Dags:

    mið. 16. júl. 2025 - lau. 26. júl. 2025

    Tími:

    • Skáli / tjald

    Síðasta sumar hóf hópur frá Útivist fjögurra ára göngu sína frá Horni í Horn. Sá hópur mun halda áfram göngu sinni þaðan sem frá var horfið og mun ganga legg II næst. Vegna mikils áhuga á leiðangrinum Horn í Horn á síðasta ári var ákveðið að annar leiðangur hæfi göngu sína á þessu ári frá Eystra - Horni. Ef næg þátttaka fæst mun nýr hópur ganga legg eitt í sumar.

    Leiðin liggur þvert yfir landið frá suðaustri til norðvesturs. Einn leggur verður genginn á hverju sumri og mun hver leggur taka átta til tíu göngudaga. Ferðin hefst við Eystra-Horn sumarið 2025 og endar í Hornvík 2028. Gist verður í skálum þar sem þeir standa til boða en annars staðar er gert ráð fyrir gistingu í tjöldum. Ferðin verður trússuð eftir því sem við verður komið.

    Fyrsti leggur, sumar 2025:

    Ekið er frá Reykjavík að Lóni með viðkomu á Höfn í Hornafirði þann 16.júlí og tjöldum slegið upp. Að morgni 17. júlí er hópnum ekið að Eystra-Horni þar sem gangan hefst. Ferðin er trússuð fyrir utan tvo daga þegar gengið er um Lónsöræfi en þá þarf að bera svefnpoka og mat til tveggja daga. Gist er í skálum þar sem þeir eru en annars er tjaldað. Mælt er með 4. árstíða tjöldum.

    Nánari ferðalýsing

    • Verð:

      0 kr
    • Nr.

      2507L12
    • ICS
  • Dags:

    lau. 19. júl. 2025 - mið. 23. júl. 2025

    Brottför:

    • Skáli

    Gönguleiðin á milli Landmannalauga og Þórsmerkur (Bása) kallast Laugavegur. Útivist býður á hverju sumri upp á nokkrar ferðir og er oftast um að ræða 5 daga trússferðir og er gist ýmist í skálum eða tjöldum á leiðinni. Í ferðinni gefst ferðafólki kostur á að kynnast ótrúlega fjölbreyttu og fögru landslagi. Má þar nefna heitar laugar, hveri og jökla. Litadýrðin og fegurð svæðisins er slík að ekki verður lýst með orðum.

    Nánari lýsing.

    • Verð:

      159.000 kr.
    • Félagsverð:

      145.000 kr.
    • Nr.

      2507L10
    • ICS
  • Dags:

    þri. 29. júl. 2025 - fös. 1. ágú. 2025

    Brottför:

    • Skáli

    Í víðum fjallasal breiðir Hólmsárlón úr sér en yfir því gnæfa Svartahnjúksfjöll og Torfajökull. Í suðri má sjá tindinn á fjallinu Strút, en af honum er nafn leiðarinnar dregið. Gangan hefst í Hólaskjóli en þaðan er um tveggja klukkustunda gangur í skálann við Álftavötn þar sem gist er fyrstu nóttina. Frá Álftavötnum er gengið með Svartahnjúksfjöllum í Hólmsárbotna og þar gefst jafnan tækifæri til að skola af sér ferðarykið í hinni rómuðu Strútslaug. Úr lauginni er gengið í Strútsskála þar sem gist er tvær nætur. Þann dag sem dvalið er í skálanum er gengið um einstakt umhverfi skálans. Á lokadegi liggur gönguleiðin um Mælifellssand í Hvanngil þar sem rúta tekur upp hópinn.

    Brottför er frá Mjódd.  Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir, flutningur á farangri milli skála og allar skálagisting.

    Ferðalýsing

    • Verð:

      0 kr
    • Félagsverð:

      89.000 kr.
    • Nr.

      2507L15
    • ICS
  • Dags:

    þri. 29. júl. 2025 - fös. 1. ágú. 2025

    Brottför:

    • Skáli

    Þessi leið er ein helsta skrautfjöður Útivistar. Ferðin hefst með göngu á Sveinstind. Útsýnið yfir hinn margrómaða Langasjó, sem kúrir upp við Vatnajökul, er hreint ólýsanlegt. Í góðu skyggni má líta yfir bróðurpart hálendis Íslands. Leiðin liggur svo um fáfarnar slóðir, söndugar og mosavaxnar, meðfram Skaftá og um leynistigu með Uxatindum og fram grösuga Skælinga. Ganga á Gjátind og um sjálfa Eldgjá er góður lokakafli á þessari margbreytilegu göngu sem lýkur í Hólaskjóli. Ferðirnar eru trússferðir. Farangur er fluttur á milli náttstaða, svo að þátttakendur þurfa aðeins að bera bakpoka með nesti og hlífðarfötum.

    Ferðalýsing

    • Verð:

      113.000 kr.
    • Félagsverð:

      99.000 kr.
    • Nr.

      2507L14
    • ICS
  • Dags:

    mán. 4. ágú. 2025 - fim. 7. ágú. 2025

    Tími:

    Eldgjá endilöng – afmælisferð

    Í tilefni 50 ára afmælis Útivistar verður í ágúst farin afar spennandi afmælisferð eftir endilangri Eldgjá frá norðri til suðurs. Eldgjá er 40 km löng og myndaðist í risagosi um árið 939.Hún er eitt af mestu nátturuundrum landsins. Margir kannast við hana þar sem hún sker Fjallabaksleið nyrðri en fáir hafa skoðað hana endilanga. Hér gefst einstakt tækifæri til að skoða í návígi þetta stórbrotna landslag í fylgd fararstjóra sem þekkja svæðið eins og handarbakið á sér og gista í huggulegum skálum Útivistar á leiðinni. Ferðin er trússferð. Vaðskó þarf alla göngudaga.
    Fararstjóri: Hákon Gunnarsson.

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      110.000 kr.
    • Félagsverð:

      96.000 kr.
    • Nr.

      2508L02
    • ICS
  • Dags:

    þri. 5. ágú. 2025 - fim. 7. ágú. 2025

    Brottför:

    • Skáli / tjald

    Landmannalaugar – Strútur - afmælisferð

    Tjaldferð með allt á bakinu frá Landmannalaugum í Strút um Grænahrygg, Hattver, Muggudal og Hólmsárbotna í Strútslaug og þaðan í Strút. Þar er sameinast gönguferð um Eldgjá og grillað að hætti Útivistar.

    1. ágúst
      Farið kl. 7. með rútu úr Reykjavík í Landmannalaugar þar sem gangan hefst. Haldið  inn í Hattver þar sem gist verður í eigin tjöldum. Tilvalið að ganga að Grænahrygg ef tími er til. Gönguvegalengd um 16km.
    1. ágúst
      Gengið um Muggudal að Hólmsárbotnum og í Strútslaug þar sem tilvalið er að skola vel af sér ferðarykið. Svo göngum við í skála Útivistar í Strút þar sem við hittum fyrir aðra ferðalanga í afmælisferð um Eldgjá og höldum vel upp á afmæli Útivistar.  Gönguvegalengd um 15 km
    1. ágúst
      Rútan tekin í bæinn eftir hádegi. Tækifæri gefst til að ganga með Eldgjárhópnum syðsta hluta Eldgjár um Háöldu í Öldufell fyrir brottför.

    Fararstjóri: Páll Arnarson

    • Verð:

      81.000 kr.
    • Félagsverð:

      67.000 kr.
    • Nr.

      2508L03
    • ICS
  • Dags:

    mið. 6. ágú. 2025 - lau. 9. ágú. 2025

    Tími:

    Víknaslóðir - kvennaferð 

    Upplifðu kyrrláta fegurð Víknaslóða – Hægferð fyrir þær sem vilja njóta í rólegheitum

    Víknaslóðir eru margrómað gönguland þar sem óviðjafnanleg náttúrufegurð og friðsæld sameinast í einstaka upplifun. Þetta er ferð fyrir þá sem vilja draga andann djúpt, ganga með hóflegu tempói og njóta augnabliksins. Gangan hefst og endar í Bakkagerði í Borgarfirði eystri, þar sem þú getur dregið þig í hlé frá ys og þys hversdagsins og leyft þér að sökkva inn í einstaka náttúru Austfjarða. Við köllum þetta hægferð þar sem dagleiðirnar eru vel viðráðanlegar – lengstu dagleiðirnar um 15 km – og mesta hækkunin er 920 metrar. Ferðin er sérstaklega vel til þess fallin fyrir konur sem vilja sameina útivist og afslöppun í fallegu umhverfi. Þetta er ekki kapphlaup heldur ferð þar sem áhersla er lögð á að skoða, upplifa og njóta. Vertu með í ferð sem fyllir hugann ró og hjartað gleði á þessum einstaka hluta Íslands. Kynntu þér kyrrláta en stórbrotnu Víknaslóðir – þú munt ekki verða svikin.

    Fararstjóri: Íris Hrund Halldórsdóttir

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      134.000 kr.
    • Félagsverð:

      120.000 kr.
    • Nr.

      2508L01
    • ICS
  • Dags:

    mán. 11. ágú. 2025 - fim. 14. ágú. 2025

    Tími:

    • Skáli

    Jafnt yngri sem eldri Útivistarfélagar eiga minningar frá gönguferðum að Fjallabaki. Ferðafélagið Útivist tekur áskorun frá hópi 60+ þátttakenda frá síðastliðnu sumri og bíður uppá bækistöðvaferð í skála félagsins, Strút, að syðra Fjallabaki. Þessi ferð er tilvalin fyrir eldri félaga sem vilja endurupplifa góðar minningar, sem og nýja félaga á virðulegum aldri sem langar að kynnast fagurri náttúru undir leiðsögn kunnugra.

    Lagt af stað frá Mjódd á mánudegi og ekið í Strút. Eftir að hafa komið sér fyrir í skála er farið í ca tveggja tíma göngu inn í Krókagil sem liggur inn í á milli fjalla skammt frá skálanum. Næstu tvo daga verður gengið annars vegar í Strútslaug og hins vegar umhverfis fjallið Strút. Hvor ferð um sig er ca 12km. Einnig verður boðið uppá léttari göngur fyrir þá sem það vilja.  Þeir sem ekki fara í gönguferð geta haldið kyrru fyrir í skálanum og notið kyrrðarinnar.

    Heimferðadag verður lagt af stað kl: 9:00. Stoppað á leiðinni og tekin stutt ganga.

    Fararstjórar: Guðrún Frímannsdóttir, Guðbjartur Guðbjartsson og Jóhanna Benediktsdóttir.
    Innifalið:       Leiðsögn, akstur, þrjár skálagistingar, heit sturta, auk sameiginlegra kvöldmáltíða öll kvöldin.

    Brottför:        11.ágúst kl. 08.00 frá Mjódd/bíómegin
    Heimkoma    14. ágúst milli kl. 18.00 og 19.00

    • Verð:

      83.000 kr.
    • Félagsverð:

      69.000 kr.
    • Nr.

      2508L04
    • ICS


1 / 19

Skælingar