Dags:
fös. 18. júl. 2025 - fös. 25. júl. 2025
Brottför:
Nú er komið að öðrum legg í Horn í Horn leiðangrinum sem hófst síðasta sumar. Að þessu sinni verður gengið í 7 gönguáföngum frá Snæfelli og um hraun og sanda allt austur að Fjórðungsöldu við Sprengisandsleið.
Við tökum rútu frá Reykjavík 18. júlí og tjöldum í Snæfelli. Frá Snæfelli er haldið að stíflu við Kárahnjúka, svo er haldið um Þríhyrningsfjallgarð og Grænavatn í norðaustur að brúnni yfir Kreppu. Gengið austan Jökulsár að brúnni við Upptyppinga og svo sunnan Vaðöldu framhjá Holuhrauni. Farið yfir hraunið milli Trölladyngju og Þríhyrnings og svo stefnt í suðvestur að Hitulaug. Síðasta göngudaginn, 25. júlí er haldið beint í vestur og endað við sunnanvert Fjórðungsvatn. Þaðan tökum við rútuna aftur til Reykjavíkur. Ferðin er trússuð og stefnt að því að hitta bílinn og búnaðinn öll kvöld. Gist er í eigin tjöldum og er mælt með 4. árstíða tjöldum.
Kynningarfundur verður í janúar og verður auglýstur síðar. Verð er væntanlegt.
Fararstjóri er Hákon Gunnarsson