Hópar Námskeið

Síun
  • Dags:

    mið. 8. jan. 2025 - lau. 24. maí 2025

    Brottför:

    Fjallfarahópur Útivistar

    Fjallfarar munu á vorönn 2025 æfa sig fyrir göngu á Snæfellsjökul í  lok maí eða byrjun júní. Fjöldi ferða eru 10 sem skiptist í 5 kvöldferðir og 5 dagsferðir. Markmið með hópnum er að bjóða upp á fræðandi og skemmtilegar göngur í góðum félagsskap. Göngur Fjallfara eru 2 - 3 skór og eru þær frá miðlungserfiðum upp í erfiðar göngur, og munu taka mið af getustigi hópsins.  Byrjað verður á auðveldum göngum  og síðan verður erfiðleikastigið aukið jafnt og þétt.

    Dagsgöngurnar eru að jafnaði fjórða laugardag í mánuði og kvöldganga annan miðvikudag mánaðarins. Ef veðurútlit er óheppilegt á laugardeginum verður hægt að færa gönguna til sunnudags sömu helgi. Farið er á eigin bílum í allar göngurnar. 

    Í kvöldgöngunum er gengið af stað kl. 18 og verðum við á áhugaverðum stöðum í Reykjavík eða í  næsta nágrenni. Þegar farið er í dagsgöngurnar er oftast  komið saman kl.  9 og svo keyrt í samfloti að göngubyrjun.  Aðal æfingafjallið verður Esjan eða fjöll og fell sem er innan við klukkustunda akstur frá höfuðborgarsvæðinu. 

    Farið verður yfir notkun á jöklabúnaði  og öðrum öryggisbúnaði vegna ferðar á Snæfellsjökuls.
    Athugið að dagskrá getur tekið breytingum með hliðsjón af veðurspám og aðstæðum að hverju sinni.

    Umsjónaraðilar eru  Ingvar Júlíus Baldursson og Hrönn Baldursdóttir

    Dagskrá

    • Verð:

      56.000 kr.
    • Félagsverð:

      44.000 kr.
    • Nr.

      2501P01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 25. jan. 2025 - mán. 16. jún. 2025

    Brottför:

    Fjallabrall hefur fest sig í sessi sem gríðarlega vinsæll gönguhópur innan Útivistar síðan hann fór í gang á haustdögum 2022.

    Hópurinn er ætlaður öllum þeim sem hafa einhverja reynslu af útivist og fjallgöngum. Erfiðleikastig ferða er 1-2 skór. Miðað er við að dagsferðir séu ekki meira en um 15 km og uppsöfnuð hækkun í ferðum ekki meiri en um 600 metrar.*

    Gengið er 2 sinnum í mánuði að meðaltali, ein kvöldferð og ein dagsferð. Miðað er við að fólk fari á eigin bílum í ferðir (nema í Leggjarbrjótsferðina þar sem farið verður í rútu). Í kvöldgöngunum hittist hópurinn kl. 18 og í dagsgöngunum hittist hópurinn ýmist kl.8 eða kl. 9, í báðum tilvikum er boðið að sameinast í bíla og svo keyrir hópurinn í samfloti að upphafstað göngu.

    Í ferðunum er aðal áherslan á að öllum líði vel. Allir eiga að geta notið sín í hópnum og mikið er lagt upp úr því að njóta útiverunnar saman. Þátttakendur fræðast um ýmsa hluti tengda göngum og útivist auk þess sem lagt er upp úr því að deila fróðleik tengdum svæðinu sem ferðast er um.

    Innifalið í skráningu er fararstjórn í allar ferðir og rúta í dagsferð á Leggjarbrjót.

    Fararstjórar eru Fríða Brá Pálsdóttir, Hanna Guðmundsdóttir og Tryggvi Guðmundsson.

    Dagskrá

    • Verð:

      57.000 kr.
    • Félagsverð:

      44.000 kr.
    • Nr.

      2501B01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 25. jan. 2025 - sun. 29. jún. 2025

    Brottför:

    Fjallabrall hefur fest sig í sessi sem gríðarlega vinsæll gönguhópur innan Útivistar síðan hann fór í gang á haustdögum 2022.

    Hópurinn er ætlaður öllum þeim sem hafa einhverja reynslu af útivist og fjallgöngum. Erfiðleikastig ferða er 1-2 skór. Miðað er við að dagsferðir séu ekki meira en um 15 km og uppsöfnuð hækkun í ferðum ekki meiri en um 600 metrar.*

    Gengið er 2 sinnum í mánuði að meðaltali, ein kvöldferð og ein dagsferð. Miðað er við að fólk fari á eigin bílum í ferðir (nema í Leggjarbrjótsferðina þar sem farið verður í rútu). Í kvöldgöngunum hittist hópurinn kl. 18 og í dagsgöngunum hittist hópurinn ýmist kl.8 eða kl. 9, í báðum tilvikum er boðið að sameinast í bíla og svo keyrir hópurinn í samfloti að upphafstað göngu.

    Í ferðunum er aðal áherslan á að öllum líði vel. Allir eiga að geta notið sín í hópnum og mikið er lagt upp úr því að njóta útiverunnar saman. Þátttakendur fræðast um ýmsa hluti tengda göngum og útivist auk þess sem lagt er upp úr því að deila fróðleik tengdum svæðinu sem ferðast er um.

    Fararstjórar eru Fríða Brá Pálsdóttir, Hanna Guðmundsdóttir og Tryggvi Guðmundsson.

    Dagskrá

    • Verð:

      100.000 kr.
    • Félagsverð:

      86.000 kr.
    • Nr.

      2501B01H
    • ICS
  • Dags:

    mið. 12. feb. 2025 - sun. 1. jún. 2025

    Brottför:

    Með allt á bakinu: Byrjendanámskeið í bakpokaferðum

    Hefur þig alltaf langað að prófa bakpokaferðir, en veist ekki hvar á að byrja? Eða er einfaldlega bara of langt síðan síðast og þú vilt rifja þetta upp.

    Námskeiðið „Með allt á bakinu – byrjendanámskeið í bakpokaferðum“ er þá fyrir þig!
    Hvort sem þú ert að byrja í því að ganga með allan búnað á bakinu eða hefur ekki gert það í langan tíma og vilt rifja það upp, þá færðu á þessu námskeiði þá þekkingu og reynslu sem þarf til að takast á við lengri ferðir á eigin vegum.

    Námskeiðið fer yfir grunnatriði bakpokaferðalaga með skemmtilegum fyrirlestrum og dagsferðum, þar sem þú lærir allt frá því að velja réttan bakpoka og pakka snjallt, til að tjalda, elda úti og velja leiðir í náttúrunni. Þú færð tækifæri til að prófa búnaðinn þinn í öruggu og skipulögðu umhverfi og undirbúa þig fyrir lengri ferðir, allt undir leiðsögn reynslubolta

    Dagskrá námskeiðsins:

    • Febrúar  -  grunnurinn lagður
    • Mars  - æfingarferð og nánar um tjaldferðir
    • Apríl  - dagsferð og fyrirlestur
    • Maí  - tjaldað yfir nótt
    • Júní  - Helgarferð með allt á bakinu

    Skráðu þig núna! Takmarkað pláss og einstakt tækifæri til að fá heildræna þjálfun í bakpokaferðalögum í fallegu íslensku umhverfi og góðum og öruggum félagsskap.

    Fararstjórar eru Íris Hrund Halldórsdóttir og Hrönn Baldursdóttir

    Dagskrá

    • Verð:

      82.000 kr.
    • Félagsverð:

      68.000 kr.
    • Nr.

      2502N01
    • ICS
  • Dags:

    sun. 27. apr. 2025 - mán. 19. maí 2025

    Brottför:

    Hengilshreysti

    Hengilshreysti er lokaður gönguhópur fyrir vant göngufólk. Gengnar verða fjölbreyttar leiðir á Hengilssvæðinu og í nágrenni Nesjavalla. Hengilssvæðið er einstaklega fallegt og fjölbreytt svæði og gaman að ganga þar um. Hengilshreysti er fimm vikna gönguprógram og verða göngurnar sex, fjórar kvöldferðir og tvær dagsferðir. Fyrsta ferðin verður síðustu helgina í apríl. Erfiðleikastig er 2 skór og munu alltaf tveir fararstjórar vera með hópnum. Þátttakendur fara á eigin bílum.

    Gönguleiðir með vara um veður og færð.  Vegalengdir geta breyst:

    27 apríl - sunnudagur - Dagsferð – Dyradalur – Marardalur – Engidalur – Húsmúli. 16-18km
    30. apríl – miðvikudagur - Kvöldferð – Sporhelludalir með tvisti 6-7km
    5. maí – mánudagur - Kvöldferð – Á eða í kringum Skarðsmýrarfjall 10km
    11. maí – sunnudagur - Dagsferð – Dyrafjöll - Botnadalur, Nesjahraun 19-21km
    14. maí – miðvikudagur - Kvöldferð – Litla Sandfell frá Efri Grafningsvegi 6-7km
    19. maí – mánudagur - Kvöldferð – Dyradalur – Háhryggur 7-8km

    • Verð:

      43.000 kr.
    • Félagsverð:

      32.000 kr.
    • Nr.

      2504HH01
    • Suðvesturland

    • ICS