Dags:
fös. 25. apr. 2025 - sun. 27. apr. 2025
Brottför:
Kl. 14:00 frá Reykjavík
Komdu með okkur í nærandi náttúruhelgi í Básum með Mumma og Önnu Guðnýju!
Helgina 25. - 27. apríl býðst þér einstakt tækifæri á að upplifa töfra Þórsmerkur í algjörri ró og stillu. Markmið ferðarinnar er að aðstoða þig við að hlaða batteríin burt frá öllu áreiti á einum fallegasta stað landsins. Það er draumi líkast að fá að vera í mörkinni á þessum árstíma þar sem fáir eru á ferli og náttúran umlykur mann & nærir.
- Gist verður í skálum í Básum
- Rútuferð til og frá Þórsmörk
- Náttúrugöngur
- Hugleiðslur
- Morgunjóga fyrir öll getustig
- Morgunmatur (hafragrautur, múslí og hindberjamauk)
- Súpa og brauð, bæði kvöldin
Ath. Annar matur er ekki innifalinn, muna eftir hádegismat og hressingu yfir daginn.
Dagskrá
Föstudagurinn
- 17:00 Rúta frá Hvolsvelli - Midgard Adventure
- 17:00 Náttúruganga + hugleiðsla í helli
- 19:00 Kvöldmatur
- 20:00 Kamillute og spjall
Laugardagur
- 9:00 Morgunskrif
- 10:00 Morgunjóga
- 11:30 Hádegismatur
- 12:30 Ganga í þögn + eldur
- 16:00 Frjáls tími
- 18:00 Kvöldmatur
- 19:30 Jóga nidra
Sunnudagur
- 9:00 Morgunskrif
- 10:00 Morgunjóga
- 11:30 Hádegismatur
- 12:30 Ganga í þögn
- 14:00 Kamillute og spjall
- 16:00 Þórsmörk - Hvolsvöllur - Rúta
Það er okkur hjartans mál að hjálpa fólki að öðlast meiri hugarró, vellíðan og jafnvægi í daglegu lífi. Aðalatriðið er að fá rými til þess að tengjast sjálfum sér án alls áreitis í nærandi umhverfi. Sem er helsta ástæða þess að við viljum skapa helgi eins og þessa - þar sem þú ert umvafin orkugefandi umhverfi og nærð að núllstilla líkama & sál.
Fararstjórar
Anna Guðný hefur haldið utan um og leitt heilsubætandi jógaretreat bæði á Bali og hér heima á Íslandi. Hún er jógakennari, heilsumarkþjálfi og hefur einnig unnið sem þerapisti í nokkur ár ásamt því að vera með heimasíðuna heilsaogvellidan.com.
Mummi er lærður markþjálfi og jógakennari ásamt því að hafa unnið sem leiðsögumaður og hefur mikla ástríðu fyrir því að hjálpa fólki að tengjast bæði sér og náttúrunni upp á nýtt. Hann er einnig staðarhaldari í Básum og þekkir svæðið & töfra þess einstaklega vel.
Verð 75.000 kr.
Félagsverð 64.000 kr.