Með allt á bakinu

Síun
  • Dags:

    mið. 12. feb. 2025 - sun. 1. jún. 2025

    Brottför:

    Með allt á bakinu: Byrjendanámskeið í bakpokaferðum

    Hefur þig alltaf langað að prófa bakpokaferðir, en veist ekki hvar á að byrja? Eða er einfaldlega bara of langt síðan síðast og þú vilt rifja þetta upp.

    Námskeiðið „Með allt á bakinu – byrjendanámskeið í bakpokaferðum“ er þá fyrir þig!
    Hvort sem þú ert að byrja í því að ganga með allan búnað á bakinu eða hefur ekki gert það í langan tíma og vilt rifja það upp, þá færðu á þessu námskeiði þá þekkingu og reynslu sem þarf til að takast á við lengri ferðir á eigin vegum.

    Námskeiðið fer yfir grunnatriði bakpokaferðalaga með skemmtilegum fyrirlestrum og dagsferðum, þar sem þú lærir allt frá því að velja réttan bakpoka og pakka snjallt, til að tjalda, elda úti og velja leiðir í náttúrunni. Þú færð tækifæri til að prófa búnaðinn þinn í öruggu og skipulögðu umhverfi og undirbúa þig fyrir lengri ferðir, allt undir leiðsögn reynslubolta

    Dagskrá námskeiðsins:

    • Febrúar  -  grunnurinn lagður
    • Mars  - æfingarferð og nánar um tjaldferðir
    • Apríl  - dagsferð og fyrirlestur
    • Maí  - tjaldað yfir nótt
    • Júní  - Helgarferð með allt á bakinu

    Skráðu þig núna! Takmarkað pláss og einstakt tækifæri til að fá heildræna þjálfun í bakpokaferðalögum í fallegu íslensku umhverfi og góðum og öruggum félagsskap.

    Fararstjórar eru Íris Hrund Halldórsdóttir og Hrönn Baldursdóttir

    Dagskrá

    • Verð:

      82.000 kr.
    • Félagsverð:

      68.000 kr.
    • Nr.

      2502N01
    • ICS


1 / 19

Skælingar