Útivist hefur ávallt lagt áherslu á náttúruvernd og umhverfismál í starfsemi sinni. Til að tryggja enn frekar að starfsemi félagsins sé eins umhverfisvæn og frekast er hægt hefur verið sett fram umhverfisstefna sem unnið verður eftir.
Umhverfisstefna Útivistar er:
Að starfa í sátt við umhverfið.
Að þekkja umhverfisáhrifin af starfsemi félagsins og reyna að lágmarka neikvæð áhrif.
Að stuðla að aukinni umhverfisvitund félagsmanna, fararstjóra, starfsfólks, og annarra ferðalanga.
Að stefna að því að kjörorð ferðalanga okkar séu:
Við tökum ekkert með okkur nema minningar.
Við berum virðingu fyrir öllu lífríkinu.
Við viljum lágmarka ummerki eftir okkur.