Fjallaskálar

Fjallaskálar Útivistar

Skálinn í Álftavötnum kúrir á gróðursælum bökkum vatnanna, vinalegur og þægilegur skáli án alls íburðar. Þar upplifa gestir einfaldleika hálendisins og kyrrð fjallanna, fjarri daglegu amstri borgarinnar.

Álftavötn

Básar á Goðalandi eru höfuðvígi Útivistar og segja má að þar slái hjarta félagsins. Gönguleiðir við allra hæfi er að finna í nágrenni Bása; Básahringinn, Réttarfell, Bólfell, Útigönguhöfða og Hvannárgil.

Básar á Goðalandi

Fimmvörðuskáli stendur á Fimmvörðuhálsi þar sem hann er hæstur, um það bil 600 metra austan við vörðurnar fimm sem hálsinn dregur nafn sitt af. Örstutt frá skálanum eru nýjustu eldstöðvar Íslands, Magni og Móði.

Fimmvörðuskáli

Umhverfis skálann í Skælingum eru sérstæðir hraundrangar sem breyta svæðinu í náttúrulegan lystigarð. Skálinn einkennist af fornri íslenskri byggingarhefð með vegghleðslum úr grjóti.

Skælingar

Skálinn við Strút stendur í fallegu dalverpi inn af Mælifellssandi og er ákjósanlegur áningarstaður á milli Álftavatna í austri og Hvanngils eða Emstra í vestri. Fjöldi áhugaverðra gönguleiða er í nágrenni skálans.

Strútur á Mælifellssandi

Skálinn við Sveinstind stendur suðaustan við fjallið og er í grunninn gamall gangnamannaskáli. Skaftá rennur rétt hjá skálanum og setur mark sitt á landslagið, sem að miklu leyti er þakið iðjagrænum mosa.

Sveinstindur


1 / 20

Myndir