Að heiman og heim - 6. leggur

Dags:

lau. 10. maí 2025

Brottför:

Hist á bílasttæði við verslunarmiðstöðina á Hellu

Að heiman og heim – afmælisraðganga

Sjötti leggur:  Frá Gömlu Þjórsárbrú að Hellu

Sjötti áfangi raðgöngunnar frá Reykjavík í Bása. Nú er gengið frá Gömlu Þjórsárbrú til Hellu.

Hjarta Útivistar slær í Básum á Goðalandi í Þórsmörk.  Útivist byggði fyrsta skála sinn þar um 1980 og hafa félagar átt þar ófáar gleðistundir við leiki og störf.  Árið 1990 var farin raðganga frá Reykjavík í Bása sem enn er í minnum höfð. Og nú á 50 ára afmæli Útivistar ætlum við að endurtaka leikinn. Áfangarnir eru tíu. Við hefjum leik í janúar og síðasta gangan endar í Básum á afmælishátíð félagsins 21. júní. Fyrirkomulagið verður þannig að farið verður á eigin bílum og safnast saman við endastöð göngunnar. Sameinast í bíla og ekið að upphafsstað. Verði er haldið í algjöru lágmarki og vonum við að sem flestir gangi með okkur að hluta eða alla leið. Leiðarlýsing og áfangar miðast við aðstæður og geta breyst.

18.janúar

Skrifstofa Útivistar í Rauðhóla ca 12 km

15.feb

Rauðhólar í Litlu kaffistofu

15.mars

Litla kaffistofa í Hveragerði

12.apríl

Hveragerði - Selfoss

26.apríl

Selfoss - Þjórsárbrú

10.maí

Þjórsárbrú - Hella

24.maí

Hella - Hvolsvöllur

7.júní

Hvolsvöllur - gamla Markarfljótsbrúin

14.júní

Markarfjlót - Gígjökull

21.júní

Gígjökull - Básar

Verð 7.000 kr.
Félagsverð 4.500 kr.

Nr.

2505D03
  • Suðurland