BÓKA GISTINGU
FÉLAGSMENN
Útivist hefur í samvinnu við Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík tekið nýjan skála í notkun í Tindfjöllum sem nefnist Tindfjallasel. Þetta er neðsti skálinn af þremur í Tindfjöllum og kemur hann í stað eldri skála Flugbjörgunarsveitarinnar. Tilkoma skálans opnar nýja möguleika á að njóta margs konar útivistar á þessu stórkostlega svæði. Þetta er 30 manna skáli sem hentar vel fyrir bækistöðvarferðir, hvort heldur er á gönguskíðum að vetri eða fyrir gönguferðir að sumarlagi. Auðveldara verður að fara í lengri ferðir þar sem gengið er yfir Tindfjöll og áfram í Hungurfit og Dalakofa.
Saga Tindfjalla sem útivistarsvæðis á sér nokkuð langa sögu. Fjallamenn með Guðmund frá Miðdal í fararbroddi sóttu mikið á þetta svæði um miðja síðustu öld og byggðu þeir fyrsta skálann í Tindfjöllum árið 1941. Þekktustu tindarnir eru Ýmir og Ýma, en af öðrum má nefna Saxa, Búra, Haka, Hornklofa, Sindra og Ásgrindur að ógleymdum Tindi sem svæðið dregur nafn sitt af. Hér er því nóg af toppum til að klífa.
GPS-hnit N63°45,398 / V19°41,976
Gistipláss í skála eru 30 talsins
Vatnssalerni yfir hásumarið
Rennandi vatn yfir hásumarið
Gashellur, eldunaráhöld og borðbúnaður
Verð á gistingu í skála (með gistináttaskatti):
5.666 kr. fyrir félagsmenn
10.900 kr. fyrir aðra
Gistináttaskattir er innifalinn.
Áhugaverðir staðir í nágrenni:
Ýmir og Ýma
Sindri
Frábært svæði til fjallaskíðaiðkunnar
að vetri og gönguferða að sumri.