Inngangur
Haustið 2012 ákvað stjórn Útivistar að ráðast í gerð stefnumótunar fyrir félagið til næstu 5 ára, þ.e. 2013-2017.
Nauðsynlegt er að til sé stefna og framtíðarsýn fyrir félagið til að hægt sé að taka stefnumótandi ákvarðanir.
Hvað vill félagið fá út úr stefnumótunarvinnunni?
|
- Stefnu til næstu 5 ára
- Mælanleg markmið og skilgreinda mælikvarða
- Framkvæmdaáætlun sem lýsir því hvernig félagið ætlar að ná markmiðum sínum og framtíðarsýn í einstökum atriðum
|
Til undirbúnings var haldinn stór stefnumótunarfundur 25.09.2012 með þátttöku stjórnar, kjarna, fararstjóra og áhugasamra félagsmanna til að meta þáverandi stöðu félagsins og kanna vilja félagsmanna varðandi framtíðarsýn og áherslur.
Stjórn félagsins skipaði í kjölfarið 4 manna stefnumótunarnefnd til að vinna úr niðurstöðum stefnumótunarfundarins og koma með tillögu að stefnu félagsins til næstu 5 ára, þ.e. 2013–2017.
Niðurstöður og samantekt frá stefnumótunarfundinum voru kynntar á kjarnafundi 23.10.2012. Í kjölfarið fundarins var nefndin stækkuð upp í 7 manns.
Nefndin fundaði á tímabilinu janúar til mars 2013 og voru stefnumótunardrögin kynnt á aðalfundi félagsins í apríl 2013. Nefndin fundaði síðan aftur frá september til október 2013. Lokaniðurstöður stefnumótunarnefndarinnar að stefnu fyrir félagið voru kynntar á kjarnafundi 6. nóvember 2013 og þær teknar þar til umræðu og samþykktar.
Beitt var aðferðafræði stefnumótunar til að vinna stefnuna.
Skýrsla þessi greinir frá niðurstöðum stefnumótunarnefndarinnar.
Stefnumótunarnefndin:
|
- Hulda Guðmundsdóttir, formaður stefnumótunarnefndar
- Guðfinnur Pálsson
- Gunnar Hólm
- Jóhanna Benediktsdóttir
- Skúli H. Skúlason
- Stefán Birgisson
- Þórarinn Eyfjörð
|
Hlutverk
Tilgangur félagsins er að stuðla að útivist fólks í hollu og óspilltu umhverfi (2.gr.)
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að (3.gr.):
|
- Hvetja fólk til ferðalaga og hollrar útivistar
- Standa að öflugri upplýsingagjöf til félagsmanna og annarra um ferðir og ferðamöguleika á Íslandi
- Stuðla að skipulögðum ferðum á vegum félagsins um Ísland og önnur lönd.
- Vinna að góðu samstarfi við aðra aðila sem sinna skyldum verkefnum á svipuðum grunni, utanlands og innan.
- Koma upp gistiskálum á Íslandi og auðvelda þannig ferðir og útivist.
- Láta til sín taka um þau mál sem snerta ferðalög og útivist, eftir því sem stjórn félagsins og félagskjarni (sbr. 4. gr.) sjá ástæðu til hverju sinni.
- Útivist er í fararbroddi þegar kemur að náttúruupplifun og útivist í góðum félagsskap
- Útivist er sveigjanlegt, framsækið, opið og spennandi félag
- Skálar Útivistar eru sjálfbærir, glæsilegir og í tengslum við náttúruna
- Útivist hefur traustan og sjálfberandi rekstur
- Útivist er vettvangur til að framkvæma draumsýnir í ferðamennsku
|
Framtíðarsýn
|
- Útivist er í fararbroddi þegar kemur að náttúruupplifun og útivist í góðum félagsskap
- Útivist er sveigjanlegt, framsækið, opið og spennandi félag
- Skálar Útivistar eru sjálfbærir, glæsilegir og í tengslum við náttúruna
- Útivist hefur traustan og sjálfberandi rekstur
- Útivist er vettvangur til að framkvæma draumsýnir í ferðamennsku
|
Gildi
Ástríða |
Útivist er okkar ástríða |
Upplifun |
Í starfi Útivistar upplifum við töfra náttúrunnar og ánægjulega samveru og gleði með öðru útivistarfólki |
Frumkvæði |
Drifkrafturinn í starfsemi Útivistar er frumkvæði félagsmanna og framsækið starf |
Traust |
Útivist leggur áherslu á traust í samskiptum, öryggi í ferðalögum og virðingu fyrir náttúrunni |
Meginstoðir
Ferðir |
Framboð, nýjungar, fararstjórar, öryggi og búnaður |
Félagið |
Félagsmenn, innra starfið, skrifstofan, rekstur, uppbygging og skipulag |
Skálar |
Staðsetning, nýting, rekstur, viðhald og uppbygging nýrra skála |
Ímynd |
Það sem við stöndum fyrir, það sem við erum þekkt fyrir, samfélagsþátttaka, samskipti við aðra og virðing fyrir náttúrunni |
Framkvæmdaáætlun: Markmið og leiðir
Framtíðarsýn félagsins hyggst félagið ná með því að:
|
- Bjóða ávallt upp á fjölbreyttar og áhugaverðar ferðir á hagstæðu verði
- Vera skemmtilegt og eftirsóknarvert ferðafélag
- Skálar Útivistar séu stolt félagsins, eftirsóknaverðir, notalegir og aðlaðandi og falli vel að landinu og náttúrunni
- Bera virðingu fyrir menningu og sögu þjóðar ásamt starfi genginna kynslóða
- Félagið standi undir eigin rekstri og áframhaldandi uppbyggingu í félagsstarfi og skálum
- Hvetja félagsmenn til að starfa að málefnum félagsins og láta í ljós hugmyndir og draumsýnir í útivist og ferðamennsku
- Að hvetja félagsmenn til að gera útivist að lífsstíl
|
Meginmarkmið
Fjölbreytt ferðaúrval - Notalegir og góðir skálar - Ánægðir félagsmenn – Vel rekið félag
1. Meginmarkmið: Fjölbreytt ferðaúrval
1.1. Kvikt og lifandi starf í mótun ferðaáætlunar
|
- Ferðanefndir félagsins hittist á sameiginlegum vinnufundum a.m.k. 3 á ári þar sem ferðahugmyndir eru endurskoðaðar og endurnýjaðar
- Stjórn, ferðanefndir og fararstjórar halda uppgjörsfund að hausti þar sem ferðaárið er metið og endurskoðað
|
1.2. Nýjum hugmyndum varðandi starf félagsins, ferðir og ferðaframboð er vel tekið
|
- Félagsmenn hvattir til að vera opnir fyrir nýjum, góðum og gömlum hugmyndum og koma þeim á framfæri innan félagsins
- Allar hugmyndir sem berast eru ræddar í stjórn eða nefndum eftir atvikum, þeim svarað og komið í framkvæmd ef tilefni er til
- Félagið er óhrætt við að ráðast í nýjungar
|
2. Meginmarkmið: Notalegir og góðir skálar
2.1. Í skálum Útivistar líður öllum vel og þar er gott að dvelja
|
- Þjónustustig hvers skála er skilgreint og fer eftir aðstæðum á hverjum stað
- Viðeigandi búnaður er í lagi og stenst þær kröfur sem eðlilegt er að gerðar séu
- Leiðbeiningar í skálum eru einfaldar og aðgengilegar
- Settar eru starfs- og siðareglur fyrir skálaverði og þeim fylgt á hverjum stað
|
3. Meginmarkmið: Ánægðir félagsmenn
3.1. Félagið er vettvangur fyrir útivistarunnendur
|
- Félagið byggir á áhugamennsku og sjálfboðastarfi
- Félagið tekur vel á móti nýju fólki og gefur því tækifæri á innihaldsríku starfi
- Félagsmenn fá tækifæri til að finna sér farveg í fjölbreyttu starfi Útivistar
- Félagið heldur almennt opið hús 1-2 sinnum á ári til tengslamyndunar og fræðslu
- Félagið gerir ánægjukannanir meðal þátttakenda í starfi félagsins
|
3.2. Félagið leggur áherslu á öflugan hóp fararstjóra og nýliðun í fararstjórn
|
- Fararstjórn og leiðsögn byggir á öflugum hópi sjálfboðaliða
- Fararstjórar fylgjast með og finna möguleg fararstjóraefni í ferðum og hvetja þá til að gerast fararstjórar
- Fararstjórar og nýliðar í fararstjórn sækja þjálfun og námskeið á vegum félagsins
- Árlega bætist a.m.k. 2-3 nýir fararstjórar í hópinn
- Settar eru starfs- og siðareglur fyrir fararstjóra og þeim fylgt
|
3.3. Félagið veitir góða þjónustu
|
- Skrifstofan er miðpunktur í daglegu starfi félagsins og leggur áherslu á gott og skilvirkt innra starf
- Félagið tekur vel á móti þeim sem til þess leita og sýnir hlýtt viðmót
- Félagsmenn sjá ávinning af félagsaðild
|
3.4. Við byggingu nýrra skála er haft að leiðarljósi að þeir falli að landslagi og náttúru
|
- Skálar hafa hefðbundinn byggingarstíl og frumkvöðlaverk genginna kynslóða virt
- Skálar félagsins eru snyrtilegir og vel um þá hugsað
- Við byggingu skála og skipulagningu umhverfis er gætt að ýtrustu hagkvæmni
|
4. Meginmarkmið 4: Vel rekið félag
4.1. Félagið sýnir aðhald í rekstri og aðlagar sig breyttum aðstæðum hverju sinni
|
- Stjórnin vinnur og framfylgir rekstrar- og framkvæmdaáætlun
- Fjárhags- og framkvæmdaáætlun skal tilbúin í upphafi hvers árs
- Í rekstri er svigrúm til að bregðast við óvæntum tækifærum og ógnunum
- Eftirlit er haft með útgjöldum og leitað eftir hagstæðum kjörum við innkaup
|
4.2. Félagið hugar að jöfnum vexti og góðri félagsaðild
|
- Félagið stefnir á um 2-3% fjölgun félagsmanna árlega
- Félagið stuðlar að aukinni vitund almennings um tilvist Útivistar og heilbrigðs lífsstíls
|
4.3. Félagið mótar og viðheldur umhverfisstefnu og náttúrustefnu
|
- Innan félagsins starfar vinnuhópur sem setur fram umhverfisstefnu og náttúrustefnu
- Umhverfisstefna og náttúrustefna eru kynntar árlega innan félagsins
|
4.4. Félagið gerir áhættumat og mótar viðbragðsáætlun varðandi starfsemi félagsins
|
- Innan félagsins starfar vinnuhópur sem gerir áhættumat og mótar viðbragðsáætlun vegna náttúruhamfara og annarra ófyrirséðra atburða
- Áhættumat og viðbragðsáætlun er kynnt árlega innan félagsins
|