Beint í leiðarkerfi vefsins.
Ferðafélagið Útivist stendur fyrir fjölbreyttum ferðum árið um kring. Tilgangur félagsins er að stuðla að útivist fólks í hollu og óspilltu umhverfi.
Útivist býður upp á dagsferðir, helgarferðir, sumarleyfisferðir og kvöldfgöngur með Útivistargírnum. Einnig býður jeppadeildin upp á margar mismunandi ferðir jafnt sumar sem vetur. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi allt frá léttum gönguferðum upp í erfiðar fjallaferðir að sumri og vetri fyrir vel þjálfað fólk.
Helgarferðir eru eins og nafnið gefur til kynna ferðir sem taka heila helgi. Göngur yfir Fimmvörðuháls eru klassískar helgarferðir en einnig hafa margar aðrar ferðir hjá Útivist fest sig svo rækilega í sessi að þær eru fastur liður á ferðaáætluninni.
Lengri ferðir eru göngur þar sem gengið er í þrjá daga eða meira. Í þessari dagskrá má finna bæði þekktar gönguleiðir eins og Strútsstíg og Sveinstind-Skælinga, en einnig eru þarna nokkrar spennandi nýjungar.
Kaffi- og myndanefnd voru settar á stofn fljótlega eftir stofnun Útivistar. Markmið þeirra er að halda myndakvöld þar sem félagsmenn koma saman til að skoða myndir og hlýða á ferðasögur frá ferðum sem Útivist hefur staðið fyrir. Auk þess eru kynntar ferðir á nýjum slóðum. Oft eru fengnir utanaðkomandi aðilar til að kynna áhugaverð svæði.
Við gleymum ekki maganum. Kaffi og vöfflur á boðstólum!
Myndakvöld eru haldin fimm sinnum yfir vetrarmánuðina og njóta mikilla vinsælda. Allur ágóði af myndakvöldunum er nýttur til að efla félagið. Lengst af var hann settur í uppbyggingu aðstöðu félagsins í Básum á Goðalandi. Nú síðustu ár hefur ágóðanum verið varið í kaup og uppsetningu útsýnisskífu á Réttarfelli og glæsileg fræðsluskilti í Básum.
Öll herlegheitin kosta aðeins 2.000 kr. Gestir eru vinsamlegast beðnir að hafa handbært reiðufé því ekki er hægt að taka við greiðslukortum.
Hefur þig alltaf langað að prófa bakpokaferðir, en veist ekki hvar á að byrja? Eða er einfaldlega bara of langt síðan síðast og þú vilt rifja þetta upp.
Námskeiðið „Með allt á bakinu – byrjendanámskeið í bakpokaferðum“ er þá fyrir þig!
Hvort sem þú ert að byrja í því að ganga með allan búnað á bakinu eða hefur ekki gert það í langan tíma og vilt rifja það upp, þá færðu á þessu námskeiði þá þekkingu og reynslu sem þarf til að takast á við lengri ferðir á eigin vegum.
Námskeiðið fer yfir grunnatriði bakpokaferðalaga með skemmtilegum fyrirlestrum og dagsferðum, þar sem þú lærir allt frá því að velja réttan bakpoka og pakka snjallt, til að tjalda, elda úti og velja leiðir í náttúrunni. Þú færð tækifæri til að prófa búnaðinn þinn í öruggu og skipulögðu umhverfi og undirbúa þig fyrir lengri ferðir, allt undir leiðsögn reynslubolta
Fararstjórar eru Hrönn Baldursdóttir og Íris Hrund Halldórsdóttir
Fjallfarar Útivistar er hópur sem gengur saman eina dagsgöngu og eina kvöldgöngu í mánuði. Hópurinn er fyrir fólk sem hefur reynslu af gönguferðum og vill ganga dagleiðir sem eru í meðallagi langar og með nokkurri hækkun. Dagskráin yfir árið er tvískipt; annars vegar frá janúar til maí og hins vegar frá september til desember. Gönguleiðirnar eru fjölbreyttar að lengd og á hinum ýmsu svæðum.
Göngur Fjallfara eru frá miðlungs erfiðum upp í erfiðar göngur (2-3 skór). Mikilvægt er að hafa viðeigandi útbúnað og fatnað og hafa reynslu af að nota hann. Þátttakendur fá útbúnaðarlista og nánari upplýsingar um hverja göngu í sérstökum facebook hópi Fjallfara eða með tölvupósti fyrir þau sem þess óska.
Fararstjórar Fjallfara eru Ingvar Júlíus Baldursson og Hrönn Baldursdóttir
Athugið að dagskrá getur tekið breytingum með hliðsjón af veðurspá og aðstæðum hverju sinni.
Í jeppaferðum koma þátttakendur á eigin jeppum. Ferðast er í hóp undir leiðsögn fararstjóra sem hefur góða reynslu af þessari tegund ferðamennsku. Bæði er um að ræða vetrarferðir þar sem gerðar eru tilteknar kröfur um búnað jeppanna, svo og sumar- og haustferðir sem henta lítið breyttum eða óbreyttum jeppum.
Hefur þig alltaf langað til að geta gengið á fjöll og/eða taka þátt í lengri göngum en ekki látið verða af því? Þá er Útivistargírinn fyrir þig! Fjölmargir hafa tekið sín fyrstu skref í útivist og fjallgöngum með Útivistargírnum þar sem saman koma nýliðar og reynsluboltar í útivistinni.
Dagskrá Útivistargírsins haustið 2023 hefst 29. ágúst og stendur til 3. október. Göngurnar henta flestum sem geta hreyft sig með góðu móti sem og nýliðum í útivist og hvetjum við einnig þá sem vanari eru göngum að taka þátt nema annað sé tekið fram. Í kvöldgöngum er farið yfir grunnatriði í útivist og gönguferðum og fjölbreytt starfsemi Útivistar kynnt þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Gönguleiðirnar eru fjölbreyttar og er tekið mið af veðri og færð hverju sinni.
Göngurnar taka 2–4 klukkustundir og koma þátttakendur sér á staðinn á einkabílum.
Þátttaka í göngunum er félagsmönnum Útivistar að kostnaðarlausu en æskilegt er að skrá þátttöku í hverja göngu fyrir sig í viðburði á Facebook. Kynntu þér Útivistargírinn á utivist.is, þar má finna dagskrá ásamt upplýsingum um skráningu.
Dagskrá vor 2023
Hópastarf Útivistar
Hópastarfið skipar stóran þátt í starfsemi Útivistar. Boðið er upp á fjölbreytta hópa þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Fjallabrall hefur fest sig í sessi sem gríðarlega vinsæll gönguhópur innan Útivistar síðan hann fór í gang á haustdögum 2022 og starfar af krafti á vorönn 2025
Hópurinn er ætlaður öllum þeim sem hafa einhverja reynslu af útivist og fjallgöngum. Erfiðleikastig ferða er 1-2 skór. Miðað er við að dagsferðir séu ekki meira en um 15 km og uppsöfnuð hækkun í ferðum ekki meiri en um 600 metrar.*
Fjallfarar munu á vorönn 2025 æfa sig fyrir göngu á Snæfellsjökul í lok maí eða byrjun júní. Fjöldi ferða eru 10 sem skiptist í 5 kvöldferðir og 5 dagsferðir. Markmið með hópnum er að bjóða upp á fræðandi og skemmtilegar göngur í góðum félagsskap. Göngur Fjallfara eru 2 - 3 skór og eru þær frá miðlungserfiðum upp í erfiðar göngur, og munu taka mið af getustigi hópsins. Byrjað verður á auðveldum göngum og síðan verður erfiðleikastigið aukið jafnt og þétt.
Með allt á bakinu: Byrjendanámskeið í bakpokaferðum er fyrir þá sem hefur alltaf langað að prófa bakpokaferðir, en vita ekki hvar á að byrja? Eða kannski er einfaldlega bara of langt síðan síðast og þú vilt rifja þetta upp. Námskeiðið verður alla vorönn 2025
Fjallabrall er hópur fyrir öll þau sem hafa einhverja reynslu af fjallgöngum og vilja nota meiri tíma í að njóta íslenskrar náttúru. Gráðun ferðanna er 1-2 skór en í flestum ferðum er einhver gönguhækkun þó að hámarki 600 metrar. Að jafnaði eru farnar tvær ferðir í mánuði, ein dagsferð og ein kvöldferð á miðvikudagskvöldi. Miðað er við að fólk fari á eigin bílum í göngurnar nema annað sé tekið fram. Í kvöldgöngunum hittist hópurinn kl. 18 en í dagsgöngunum hittist hópurinn kl. 9 (einstaka sinnum kl. 8) og svo keyrir hópurinn í samfloti að upphafstað göngu. Í göngunum er farið yfir grunnatriði í útivist en auk þess fá þátttakendur fá útbúnaðarlista og nánari upplýsingar um hverja göngu í sérstökum facebook hópi Fjallabralls eða með tölvupósti fyrir þau sem þess óska.
Athugið að dagskrá getur tekið breytingum með hliðsjón af veðurspá og aðstæðum hverju sinni
Fararstjórar eru Hanna Guðmundsdóttir, Fríða Brá Pálsdóttir og Tryggvi Guðmundsson.
Myndir úr ferðum Útivistar á árinu 2013
Helgina 1. - 3. nóvember fór hópur af Útivistarfélögum í vinnuferð í Bása að gera skálann klárann fyrir veturinn. Myndirnar tók Guðbjartur Guðbjartsson.
Sumarleyfishjólaferð Útivistar sumarið 2013 var að þessu sinni á Vestfirði. Myndirnar tók Guðbjartur Guðbjartsson
Sunnudagsganga Útivistar á Fagraskógarfjall í Hnappadal 22. september. Fararstjóri var María Berglind Þráinsdóttir. Myndirnar tók Guðbjartur Guðbjartsson
Jeppadeildin fór fyrstu helgina í nóvember inn á Fjallabak. Á föstudagskvöldi var farið í Dalakofa og gist þar. Laugardag var farið í Landmannalaugar og Fjallabaksleið nyðri en síðan inn á syðra Fjallabak með stefnu á náttstað í Strút. Hópurinn þurfti hins vegar frá að hverfa þegar skammt var eftir í skála vegna krapa og var þá farið í gistingu í Hvanngili.
Dagana 11.-15. júlí 2013 var farin bakpokaferð á slóðir hverfandi jökla austan við Vatnajökul, þ.e. Þrándarjökul, Hofsjökul og Lambatungnajökul. Fararstjóri var Unnur Jónsdóttir.
Myndirnar tók Björn Ingi Guðmundsson.
Sunnudagsganga Útivistar á Syðstusúlu 6. október 2013. Fararstjóri var María Berglind Þráinsdóttir.Myndirnar tók Halldór Jakobsson.
Laugavegurinn var genginn á tveimur dögum og síðan tóku göngumenn þátt í grillhelgi í Básum. Fararstjóri var Hákon Gunnarsson. Myndirnar tók Richard Morton.
Fleiri myndir frá grillferðinni í Bása 13.-15. september 2013. Myndirnar tók Þorgerður Á. Hanssen.
Helgina 13.-15. september var mikið um að vera í Básum. Þá var haldin hin árlega "Grill og gaman" helgi, Everest-hópurinn gekk Þórsmerkurhringinn (Réttarfell, Valahnúka, Tindfjöll, Útigönguhöfða) og Básanefndin kom með nýja ljósavél og setti í stað hinnar gömlu sem var úrbrædd.
Myndirnar sendi Anna Soffía Óskarsdóttir.
Síðasti leggur Langleiðarinnar á árinu 2013 var genginn dagana 14.-17. ágúst. Ferðin hófst í Setrinu og gengið var um Þjórsárver yfir í Nýjadal. Fararstjóri var Grétar W. Guðbergsson.
Myndirnar tóku Fanney Gunnarsdóttir og Grétar W. Guðbergsson.
Ferð Útivistar á slóðir bóka Jóns Kalmans um Snæfjallaströnd og Jökulfirði.Myndirnar tók Ása Ögmundsdóttir.
Dagsferð Útivistar á Tindfjallajökul, þar sem meðal annars var gengið á Ými og Ýmu. Fararstjóri var Stefán Þ. Birgisson. Myndirnar tók Snædís Snæbjörnsdóttir.
Sjöundi áfangi Langleiðarinnar, genginn dagana 28.-30. júní 2013. Myndirnar tók Fanney Gunnarsdóttir.
Myndir úr ferð Everest-hóps Útivistar á Snæfellsjökul 15. júní 2013. Myndirnar tók Leifur Hákonarson. Ferðasögu frá Leifi má sjá hér.
Útivistarræktin á Stórabolla miðvikudaginn 22. maí 2013. Myndirnar tók Guðbjartur Guðbjartsson.
Myndirnar tók Þórarinn Eyfjörð.
Latsfjall-Fjallið eina. Gengið um Móhálsadal.Myndirnar tók Gunnar Hólm Hjálmarsson.
Myndirnar tók Grétar W. Guðbergsson
Grindavík - Latsfjall.Myndirnar tók Gunnar Hólm Hjálmarsson
Reykjanestá-Grindavík.Myndirnar tók Grétar W. Guðbergsson. Fleiri myndir frá Grétari má sjá hér.
Jeppadeild Útivistar fór á Grímsfjall 5.-7. apríl 2013. Flott veður á laugardag og vel þokkalegt á sunnudag. Lítill sem enginn snjór í Jökulheimum, klaki á jökli langleiðina að Pálsfjalli, púður yfir ágætu burðarlagi eftir það, en síðan 2,5-3 pund síðustu 8 kílómetrana að skálum. Myndirnar tók Tómas Þröstur Rögnvaldsson.
Myndir úr ferð Everest-hópsins um Blikdalshringinn 2. mars 2013.Myndirnar tók Grétar W. Guðbergsson. Fleiri myndir frá Grétari má sjá hér.
Grétar W. Guðbergsson sendi myndir og ferðasögu.Fleiri myndir frá Grétari má sjá hér.
Skráðu þig og fáðu vikuleg fréttabréf um það sem er á döfinni hjá félaginu.
Skráning á póstlista
Ferðaáætlun Útivistar 2024 er komin út. Kynningarblað fyrir áætlunina hefur verið send félagsmönnum í pósti og er í dreifingu í ýmsa vel valda staði. Ferðir í áætluninni er hægt að skoða með lýsingum hér á vefnum. Hér er hægt að skoða blaðið okkar á PDF formi og hér er hægt að fletta blaðinu rafrænt.