Helgarferðir

Síun
  • Dags:

    fös. 22. nóv. 2024 - sun. 24. nóv. 2024

    Brottför:

    • Skáli

    Aðventuferðirnar í Bása eru alltaf frábær skemmtun bæði fyrir börn og fullorðna. Vetrarríkið skartar sínu fegursta og einhverjum sögum fer af því að jólasveinum bregði fyrir í fjöllunum og jafnvel fleiri meðlimum þeirrar fjölskyldu. Þegar skyggja tekur verður sest að jólahlaðborði og blásið til kvöldvöku.

    Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir og skálagisting.

    Athugið að það er frítt fyrir börn 6 ára og yngri og 50% afsláttur fyrir börn 7-17ára.

    Fararstjórar eru Guðrún Hreins og Marrit

    • Verð:

      47.000 kr.
    • Félagsverð:

      42.000 kr.
    • Nr.

      2411H01
    • ICS
  • Dags:

    sun. 29. des. 2024 - mið. 1. jan. 2025

    Brottför:

    • Skáli

    Það er fátt sérstakara en að kveðja gamla árið og fagna nýju í fögrum fjallasal umkringdum stórbrotinni náttúru, jöklum og eldfjöllum. Áramót í Básum eru ógleymanleg upplifun með gönguferðum, góðum mat, blysför, áramótabrennu, flugeldum og fleiru skemmtilegu. Allt í góðum félagsskap manna, álfa og trölla eins og vera ber um áramót.

    Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir og skálagisting.

    Athugið að það er frítt fyrir börn 6 ára og yngri og 50% afsláttur fyrir börn 7-17ára.

    Fararstjóri er Guðrún Hreins og Guðrún Frímannsdóttir

    • Verð:

      52.000 kr.
    • Félagsverð:

      47.000 kr.
    • Nr.

      2412H01
    • ICS


1 / 19

Skælingar