Beint í leiðarkerfi vefsins.
Ferðafélagið Útivist stendur fyrir fjölbreyttum ferðum árið um kring. Tilgangur félagsins er að stuðla að útivist fólks í hollu og óspilltu umhverfi.
Útivist býður upp á dagsferðir, helgarferðir, sumarleyfisferðir og kvöldfgöngur með Útivistargírnum. Einnig býður jeppadeildin upp á margar mismunandi ferðir jafnt sumar sem vetur. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi allt frá léttum gönguferðum upp í erfiðar fjallaferðir að sumri og vetri fyrir vel þjálfað fólk.
Helgarferðir eru eins og nafnið gefur til kynna ferðir sem taka heila helgi. Göngur yfir Fimmvörðuháls eru klassískar helgarferðir en einnig hafa margar aðrar ferðir hjá Útivist fest sig svo rækilega í sessi að þær eru fastur liður á ferðaáætluninni.
Lengri ferðir eru göngur þar sem gengið er í þrjá daga eða meira. Í þessari dagskrá má finna bæði þekktar gönguleiðir eins og Strútsstíg og Sveinstind-Skælinga, en einnig eru þarna nokkrar spennandi nýjungar.
Kaffi- og myndanefnd voru settar á stofn fljótlega eftir stofnun Útivistar. Markmið þeirra er að halda myndakvöld þar sem félagsmenn koma saman til að skoða myndir og hlýða á ferðasögur frá ferðum sem Útivist hefur staðið fyrir. Auk þess eru kynntar ferðir á nýjum slóðum. Oft eru fengnir utanaðkomandi aðilar til að kynna áhugaverð svæði.
Við gleymum ekki maganum. Kaffi og vöfflur á boðstólum!
Myndakvöld eru haldin fimm sinnum yfir vetrarmánuðina og njóta mikilla vinsælda. Allur ágóði af myndakvöldunum er nýttur til að efla félagið. Lengst af var hann settur í uppbyggingu aðstöðu félagsins í Básum á Goðalandi. Nú síðustu ár hefur ágóðanum verið varið í kaup og uppsetningu útsýnisskífu á Réttarfelli og glæsileg fræðsluskilti í Básum.
Öll herlegheitin kosta aðeins 2.000 kr. Gestir eru vinsamlegast beðnir að hafa handbært reiðufé því ekki er hægt að taka við greiðslukortum.
Hefur þig alltaf langað að prófa bakpokaferðir, en veist ekki hvar á að byrja? Eða er einfaldlega bara of langt síðan síðast og þú vilt rifja þetta upp.
Námskeiðið „Með allt á bakinu – byrjendanámskeið í bakpokaferðum“ er þá fyrir þig!
Hvort sem þú ert að byrja í því að ganga með allan búnað á bakinu eða hefur ekki gert það í langan tíma og vilt rifja það upp, þá færðu á þessu námskeiði þá þekkingu og reynslu sem þarf til að takast á við lengri ferðir á eigin vegum.
Námskeiðið fer yfir grunnatriði bakpokaferðalaga með skemmtilegum fyrirlestrum og dagsferðum, þar sem þú lærir allt frá því að velja réttan bakpoka og pakka snjallt, til að tjalda, elda úti og velja leiðir í náttúrunni. Þú færð tækifæri til að prófa búnaðinn þinn í öruggu og skipulögðu umhverfi og undirbúa þig fyrir lengri ferðir, allt undir leiðsögn reynslubolta
Fararstjórar eru Hrönn Baldursdóttir og Íris Hrund Halldórsdóttir
Fjallfarar Útivistar er hópur sem gengur saman eina dagsgöngu og eina kvöldgöngu í mánuði. Hópurinn er fyrir fólk sem hefur reynslu af gönguferðum og vill ganga dagleiðir sem eru í meðallagi langar og með nokkurri hækkun. Dagskráin yfir árið er tvískipt; annars vegar frá janúar til maí og hins vegar frá september til desember. Gönguleiðirnar eru fjölbreyttar að lengd og á hinum ýmsu svæðum.
Göngur Fjallfara eru frá miðlungs erfiðum upp í erfiðar göngur (2-3 skór). Mikilvægt er að hafa viðeigandi útbúnað og fatnað og hafa reynslu af að nota hann. Þátttakendur fá útbúnaðarlista og nánari upplýsingar um hverja göngu í sérstökum facebook hópi Fjallfara eða með tölvupósti fyrir þau sem þess óska.
Fararstjórar Fjallfara eru Ingvar Júlíus Baldursson og Hrönn Baldursdóttir
Athugið að dagskrá getur tekið breytingum með hliðsjón af veðurspá og aðstæðum hverju sinni.
Í jeppaferðum koma þátttakendur á eigin jeppum. Ferðast er í hóp undir leiðsögn fararstjóra sem hefur góða reynslu af þessari tegund ferðamennsku. Bæði er um að ræða vetrarferðir þar sem gerðar eru tilteknar kröfur um búnað jeppanna, svo og sumar- og haustferðir sem henta lítið breyttum eða óbreyttum jeppum.
Hefur þig alltaf langað til að geta gengið á fjöll og/eða taka þátt í lengri göngum en ekki látið verða af því? Þá er Útivistargírinn fyrir þig! Fjölmargir hafa tekið sín fyrstu skref í útivist og fjallgöngum með Útivistargírnum þar sem saman koma nýliðar og reynsluboltar í útivistinni.
Dagskrá Útivistargírsins haustið 2023 hefst 29. ágúst og stendur til 3. október. Göngurnar henta flestum sem geta hreyft sig með góðu móti sem og nýliðum í útivist og hvetjum við einnig þá sem vanari eru göngum að taka þátt nema annað sé tekið fram. Í kvöldgöngum er farið yfir grunnatriði í útivist og gönguferðum og fjölbreytt starfsemi Útivistar kynnt þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Gönguleiðirnar eru fjölbreyttar og er tekið mið af veðri og færð hverju sinni.
Göngurnar taka 2–4 klukkustundir og koma þátttakendur sér á staðinn á einkabílum.
Þátttaka í göngunum er félagsmönnum Útivistar að kostnaðarlausu en æskilegt er að skrá þátttöku í hverja göngu fyrir sig í viðburði á Facebook. Kynntu þér Útivistargírinn á utivist.is, þar má finna dagskrá ásamt upplýsingum um skráningu.
Dagskrá vor 2023
Hópastarf Útivistar
Hópastarfið skipar stóran þátt í starfsemi Útivistar. Boðið er upp á fjölbreytta hópa þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Fjallabrall hefur fest sig í sessi sem gríðarlega vinsæll gönguhópur innan Útivistar síðan hann fór í gang á haustdögum 2022 og starfar af krafti á vorönn 2025
Hópurinn er ætlaður öllum þeim sem hafa einhverja reynslu af útivist og fjallgöngum. Erfiðleikastig ferða er 1-2 skór. Miðað er við að dagsferðir séu ekki meira en um 15 km og uppsöfnuð hækkun í ferðum ekki meiri en um 600 metrar.*
Fjallfarar munu á vorönn 2025 æfa sig fyrir göngu á Snæfellsjökul í lok maí eða byrjun júní. Fjöldi ferða eru 10 sem skiptist í 5 kvöldferðir og 5 dagsferðir. Markmið með hópnum er að bjóða upp á fræðandi og skemmtilegar göngur í góðum félagsskap. Göngur Fjallfara eru 2 - 3 skór og eru þær frá miðlungserfiðum upp í erfiðar göngur, og munu taka mið af getustigi hópsins. Byrjað verður á auðveldum göngum og síðan verður erfiðleikastigið aukið jafnt og þétt.
Með allt á bakinu: Byrjendanámskeið í bakpokaferðum er fyrir þá sem hefur alltaf langað að prófa bakpokaferðir, en vita ekki hvar á að byrja? Eða kannski er einfaldlega bara of langt síðan síðast og þú vilt rifja þetta upp. Námskeiðið verður alla vorönn 2025
Fjallabrall er hópur fyrir öll þau sem hafa einhverja reynslu af fjallgöngum og vilja nota meiri tíma í að njóta íslenskrar náttúru. Gráðun ferðanna er 1-2 skór en í flestum ferðum er einhver gönguhækkun þó að hámarki 600 metrar. Að jafnaði eru farnar tvær ferðir í mánuði, ein dagsferð og ein kvöldferð á miðvikudagskvöldi. Miðað er við að fólk fari á eigin bílum í göngurnar nema annað sé tekið fram. Í kvöldgöngunum hittist hópurinn kl. 18 en í dagsgöngunum hittist hópurinn kl. 9 (einstaka sinnum kl. 8) og svo keyrir hópurinn í samfloti að upphafstað göngu. Í göngunum er farið yfir grunnatriði í útivist en auk þess fá þátttakendur fá útbúnaðarlista og nánari upplýsingar um hverja göngu í sérstökum facebook hópi Fjallabralls eða með tölvupósti fyrir þau sem þess óska.
Athugið að dagskrá getur tekið breytingum með hliðsjón af veðurspá og aðstæðum hverju sinni
Fararstjórar eru Hanna Guðmundsdóttir, Fríða Brá Pálsdóttir og Tryggvi Guðmundsson.
Að heiman og heim – afmælisraðganga
Annar leggur: Frá Rauðhólum að Litlu Kaffistofu
Annar áfangi raðgöngunnar frá Reykjavík í Bása. Nú er gengið frá Rauðhólum að Litlu Kaffistofu.
Hjarta Útivistar slær í Básum á Goðalandi í Þórsmörk. Útivist byggði fyrsta skála sinn þar um 1980 og hafa félagar átt þar ófáar gleðistundir við leiki og störf. Árið 1990 var farin raðganga frá Reykjavík í Bása sem enn er í minnum höfð. Og nú á 50 ára afmæli Útivistar ætlum við að endurtaka leikinn. Áfangarnir eru tíu. Við hefjum leik í janúar og síðasta gangan endar í Básum á afmælishátíð félagsins 21. júní. Fyrirkomulagið verður þannig að farið verður á eigin bílum og safnast saman við endastöð göngunnar. Sameinast í bíla og ekið að upphafsstað. Verði er haldið í algjöru lágmarki og vonum við að sem flestir gangi með okkur að hluta eða alla leið. Leiðarlýsing og áfangar miðast við aðstæður og geta breyst.
Sjá nánar
Allar ferðirnar í einum pakka
Boðið er upp á að taka allar 10 göngurnar í einum afmælispakka! Og það á hálfvirði, bara 22.500kr. fyrir félagsmenn.
Þriðji leggur: Frá Litlu Kaffistofu að Hveragerði
Þriðji áfangi raðgöngunnar frá Reykjavík í Bása. Nú er gengið frá Litlu Kaffistofu til Hveragerðis.
Afmælisganga á Keili
Fyrsta gönguferð Útivistar eftir stofnun félagsins var á Keili. Á hverju ári síðan þá hefur verið farin afmælisferð á fjallið. Farið er frá Höskuldarvöllum yfir hraunið að fjallinu. Og nú þegar haldið er upp á 50 ára afmæli Útivistar höldum við að sjálfsögðu í hefðina og bjóðum upp á köku og kakó fyrir þátttakendur. Við verðum með varaplan ef aðstæður á Reykjanesi eða veður krefjast þess og förum þá á annað fjall eða á sunnudegi. Farið með rútu kl 9. frá Mjódd.
Vegalengd 8 km. Hækkun 200 m. Göngutími 4 klst.
Við förum í tvær dagsferðir með íslendingasöguþema í vor og nú er komið að þeirri fyrri.
Farið er um Þiingvelli í fylgd fróðra manna og slóðir Njáls, Egils og Snorra skoðaðar. Nánari ferðalýsing kemur þegar nær dregur.
Farið er á eigin bílum og hist á Hakinu kl 9:00
Vísindapakkinn – Dagsferðir í samstarfi við HÍN
Í 50 ára starfi Útivistar hefur gjarnan verið blandað saman góðum gönguferðum og skemmtilegri fræðslu. Í tilefni afmælisins efnir Útivist í samstarfi við Hið íslenska náttúrufræðifélag til skemmtilegra og fræðandi vísindaferða þar sem allir eru velkomnir. Farið er á eigin bílum á valda staði í nágrenni höfuðborgarinnar. Staðsetning er valin eftir aðstæðum og verður auglýst vel. Sérfræðingar frá HÍN verða með í för og fræða þátttakendur um undur náttúrunnar. Sumar ferðirnar eru mjög hentugar sem fjölskylduferðir og við vekjum athygli á að í þessar ferðir verður frítt fyrir börn og unglinga upp að 17 ára aldri.
Í jarðfræðiferðinni verður haldið á Reykjanesskagann og staðsetning valin eftir aðstæðum til að sem mest fáist úr ferðinni. Nánari staðsetning verður auglýst síðar.
12.april
Jarðfræðiferð
3.maí
Fuglaskoðun
31.maí
Grasafræði
24.ágúst
Sveppaferð
20.sept
Undur fjörunnar
Fjórði leggur: Frá Hveragerði til Selfoss
Fjórði áfangi raðgöngunnar frá Reykjavík í Bása. Nú er gengið frá Hveragerði til Selfoss.
Fimmti leggur: Frá Selfossi að gömlu Þjórsárbrú
Fimmti áfangi raðgöngunnar frá Reykjavík í Bása. Nú er gengið frá Selfossi að gömlu Þjórsárbrú.
Í fuglaskoðunarferðinni verður staðsetning valin eftir aðstæðum til að sem mest fáist úr ferðinni. Nánari staðsetning verður auglýst síðar.
Með okkur í för verður Sölvi Rúnar Vignisson vistfræðingur hjá Þekkingarsetri Suðurnesja og formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags.
Sjötti leggur: Frá Gömlu Þjórsárbrú að Hellu
Sjötti áfangi raðgöngunnar frá Reykjavík í Bása. Nú er gengið frá Gömlu Þjórsárbrú til Hellu.
Nú höldum við á slóðir Gunnars, Hallgerðar, Njáls og Bergþóru og göngum á Þríhyrning í Rangárvallasýslu í samfylgd fróðra manna. Farið er á eigin bílum og hist við Engidal innan við bæinn Vatnsdal. Ekið er inn Fljótshlíð og beygt við Tumastaði inn að Vatnsdal og svo spölkorn áfram að bílastæði við Engildal þar sem gangan hefst.
Þríhyrningur í Rangárvallasýslu ber nafn sitt af þremur hornum eða tindum. Fjallið leynir á sér og kemur á óvart hversu víðsýnt er af því. Áhugavert er að skoða og ganga með bröttum hamraveggjum Þríhyrnings og sjá sérkennilega sorfnar móbergsmyndanir þess. Þríhyrningur er sögufrægt fjall og þar er fjöldi örnefna. Mætti til dæmis nefna Flosadal en þar leyndist Flosi með mönnum sínum með á annað hundrað hesta eftir Njálsbrennu. Ganga á Þríhyrnging telst ekki erfið fyrir fólk sem eitthvað hefur stundað fjallgöngur. Vegalengd 12 km. Hækkun 500 m. Göngutími 5 - 6 klst.
Söundi leggur: Frá Hellu að Hvolsvelli
Sjöundi áfangi raðgöngunnar frá Reykjavík í Bása. Nú er gengið frá Hellu að Hvolsvelli.
Í grasafræðiferðinni verður staðsetning valin eftir aðstæðum til að sem mest fáist úr ferðinni. Nánari staðsetning verður auglýst síðar.
Með okkur í för verður Jóhannes Bjarki Urbacic líffræðingur og Ólafur Patrick Ólafsson líffræðingur.
Áttundi leggur: Frá Hvolsvelli að Gömlu Markarfljótsbrú
Áttundi áfangi raðgöngunnar frá Reykjavík í Bása. Nú er gengið frá Hvolsvelli að gömlu brúnni yfir Markarfljót.
Nýjundi leggur: Frá gömlu Markarfjótsbrú að Gígjökli
Nýjundi áfangi raðgöngunnar frá Reykjavík í Bása. Nú er gengið frá gömlu Markarfljótsbrú að Gígjökli.
Af tindum Snæfellsjökuls er ógleymanlegt að upplifa sumarsólstöður þegar sólargangur er lengstur hér á norðurhveli jarðar. Gengið verður frá Jökulhálsi og hefst gangan kl. 21. Markmiðið er að vera á toppi jökulsins, milli þúfna um kl. 00:30, og sjá sólina setjast en rísa jafnharðan aftur. Göngutími 3-4 klst. Hækkun 1000 m.
Brottför frá Mjódd kl. 18
Athugið að við höfum sunnudaginn 15. júní til vara ef veður verður mjög slæmt þann 14 júní.
Árleg næturganga Útivistar yfir Leggjabrjót um sumarnótt. Það er fátt betra en að vera á ferðinni á björtum sumarkvöldum. Þetta er greiðfær leið þó nafnið gefi annað til kynna. Frá Svartagili liggur leiðin um Öxarárdal að Myrkavatni og upptökum Öxarár. Síðan verður gengið um Leggjabrjót, með Sandvatni og um Hrísháls niður í Botnsdal. Þessi ferð er góð upphitun fyrir Jónsmessugönguna yfir Fimmvörðuháls. Vegalengd 16-18 km. Hækkun 500 m. Göngutími 6-7 klst.
Brottför frá Mjódd kl. 19:00
Tíundi og lokaleggur: Frá Gígjökli í Bása
Lokaáfangi raðgöngunnar frá Reykjavík í Bása. Nú er gengið frá Gígjökli í Bása. Það er afmælishátíð Útivistar í Básum um þessa helgi og verður þeim sem vilja koma í ferðina úr Básum skutlað að Gígjökli. ÞÞað ræðst eftir aðstæðum hvort fólksbílafært verður fyrir aðra að Gígjökli en annars verður fólk sótt að Fremri Akstaðaá og skutlað til baka eftir göngu.
Dagsferð á Grænahrygg.
Í göngunni að náttúruperlunni Grænahrygg nýtur litadýrð Fjallabaks sín einkar vel. Lagt er af stað frá Kýlingavatni, sem er ekki ýkja langt frá Landmannalaugum, og haldið um Halldórsgil og Sveinsgil. Leiðin er nokkuð strembin og ganga þarf upp og niður gil og vaða en það er allt vel þess virði þegar komið er að hinum blágræna Grænahrygg. Sama leið verður farin til baka. Nauðsynlegt er að vera með góða vaðskó.
Gera má ráð fyrir 7-8 tímum í akstur.
Gönguleið 16-18 km. Hækkun 7-800 metrar. Göngutími 7-9 tímar.
Innifalið er rúta frá Reykjavík og fararstjórn.
Í þessari ferð er leiðin gengin á einum degi. Lagt er af stað á laugardagsmorgni með rútu frá Mjódd (sunnan við bíóið og vestan við Breiðholtskirkju kl. 08:00 og keyrt að Skógum þar sem gangan hefst. Gengið er yfir hálsinn og niður í Bása þar sem rútan bíður og rekur fferðalanga beint aftur í bæinn.
Sjá nánar hér.
Hér er gengið um Arnardalsskarð, gamla þjóðleið yfir Snæfellsnesfjallgarð á milli Grundarfjarðar og Staðarsveitar. Veður ræðir hvort við göngum yfir skarðið frá suðri eða norðri. Það er jú alltaf gott að hafa vindinn í bakið. Rútan sækir okkur þegar yfir er komið. Gangan er 13-14km, tekur um 6 -7 klst og hækkun er alls um 700m
Í sveppaferðinni verður staðsetning valin eftir aðstæðum til að sem mest fáist úr ferðinni. Nánari staðsetning verður auglýst síðar.
Bjarnarfell drottnar yfir hverasvæðinu í Haukadal giljum skorið. Haldið á fjallið að sunnan, skammt frá bænum Austurhlíð stuttu áður en kemur að Geysi. Vegalengd 12-14 km. Hækkun 600 m. Göngutími 6 klst.
Í fjöruferðinni verður staðsetning valin eftir aðstæðum til að sem mest fáist úr ferðinni. Nánari staðsetning verður auglýst síðar.
Hafnarfjall er bæjarfjall Borgnesinga líkt og Esjan er bæjarfjall höfuðborgarbúa. Á Hafnarfjall eru margar gönguleiðir þó svo að flestir kjósi að ganga eftir hryggnum sem liggur samsíða þjóðveginum. Nú verður farin sérlega spennandi leið upp Klausturtunguhól og um þrönga geil í hamrabeltinu. Síðan verða tindar fjallsins þræddir í vesturátt á hæsta tindinn, Gildalshnúk og svo niður hrygginn norðan við að upphafstað aftur. Vegalengd 9 km. Hækkun 1000 m. Göngutími 5-6 klst.
Skráðu þig og fáðu vikuleg fréttabréf um það sem er á döfinni hjá félaginu.
Skráning á póstlista
Ferðaáætlun Útivistar 2025 er komin út. Kynningarblað fyrir áætlunina verður sent félagsmönnum í pósti og í dreifingu í ýmsa vel valda staði. Ferðir í áætluninni er hægt að skoða með lýsingum hér á vefnum. Hér er hægt að skoða blaðið okkar á PDF formi og hér er hægt að fletta blaðinu rafrænt.