Dagsferðir

Síun
  • Dags:

    lau. 23. nóv. 2024

    Brottför:

    Reynivallaháls - Fossá í Hvalfirði

    Ferðalýsing kemur síðar

    • Verð:

      13.800 kr.
    • Félagsverð:

      8.800 kr.
    • Nr.

      2411D04
    • ICS
  • Dags:

    lau. 30. nóv. 2024

    Brottför:

    Lagt af stað frá Mjódd kl. 9 og ekið að Gjábakka á Þingvöllum.  Gengið er eftir gamalli þjóðleið frá Gjábakka yfir Þingvallaveg og yfir stórbrotna Hrafnagjá að Vellankötlu í Þingvallavatni. Frá vatninu er gengið að Skógarkoti eftir góðum stíg og þaðan eftir Skógarkotsstíg að Stekkjargjá og Öxarárfossi. Endað er á því að fara eftir Langastíg upp á brún Almannagjár þar sem rútan bíður.  Göngulengd 16 – 17 km

    • Verð:

      13.800 kr.
    • Félagsverð:

      8.800 kr.
    • Nr.

      2411D05
    • ICS
  • Dags:

    lau. 7. des. 2024

    Brottför:

    Strandganga í fjórum áföngum frá Mógilsá að Gróttu

    Komið er á eigin bílum og þátttakendur sjá um að selflytja bílstjóra milli upphafs- og lokastaðar hverrar göngu. Sagt frá ýmsu sem fyrir augu ber á leiðinni, náttúrunni, sögum, þjóðsögum sem tengjast svæðunum og goðsögum sem tengjast þessum árshluta.
    1. áfangi Mógilsá - Leirvogstunga

    Fjórir göngudagar í desember 2024. Alls 40 km og um 10 km hvern göngudag.  
    Komið er á eigin bílum og þátttakendur sjá um að selflytja bílstjóra milli upphafs- og lokastaðar hverrar göngu. Sagt frá ýmsu sem fyrir augu ber á leiðinni, náttúrunni, sögum, þjóðsögum sem tengjast svæðunum og goðsögum sem tengjast þessum árshluta.

    Fyrsti göngudagur í fyrsta kvartili, 7.desember, kl. kl. 9.30 - 14  (gangan sjálf hefst kl.10)

    Birting                      9.48
    Sólarupprás          11.02
    Sólarlag                 15.37
    Myrkur                    16.51
    Flóð                        10.30
    Háfjara                   17.00

    Mæting kl. 9.30 á endastöð göngunnar og sameinast í bíla sem keyra að upphafsstað göngunnar.

    Gengið með ströndinni þar sem því verður við komið. Farið frá Botni Litla-Kollafjarðar, hjá Afstapa, Höfða, Álfsnesi, Þerneyjarsundi, Gunnunesi, Víðinesi og inn með Leiruvogi. Farið yfir litla brú á Leirvogsá og endað í Leirvogstungu. 
    Eftir gönguna og léttar teygjur heldur hver sína leið nema þau sem skutlast með bílstjóra að upphafsstað göngunnar. Því er lokið um eða fyrir kl.14.  

    Fararstjóri:  Hrönn Baldursdóttir

    • Verð:

      6.500 kr.
    • Félagsverð:

      4.500 kr.
    • Nr.

      2412D01
    • Suðvesturland

    • ICS
  • Dags:

    lau. 7. des. 2024 - lau. 28. des. 2024

    Brottför:

    Hægt er að fá allar Strandgöngurnar í einum pakka með 20% afslætti

    Raðgangan Mógilsá - Grótta.
    Gengið milli tungla í desember frá Mógilsá til Gróttu.
    (nýtt tungl er 1. og 30. desember)
    Fjórir göngudagar í desember 2024. Alls 40 km og um 10 km hvern göngudag. 

    1: Mógilsá - Leirvogstunga                 um 11 km
    2: Leirvogstunga - Geldinganesið       um 10 km
    3: Geldinganeseiði - Skarfabakki       um 10 km
    4: Skarfabakki - Grótta                       um 10 km

    Komið er á eigin bílum og þátttakendur sjá um að selflytja bílstjóra milli upphafs- og lokastaðar hverrar göngu. Sagt frá ýmsu sem fyrir augu ber á leiðinni, náttúrunni, sögum, þjóðsögum sem tengjast svæðunum og goðsögum sem tengjast þessum árshluta.

    Fararstjóri: Hrönn Baldursdóttir

    • Verð:

      20.800 kr.
    • Félagsverð:

      14.400 kr.
    • Nr.

      2412D00
    • ICS
  • Dags:

    lau. 14. des. 2024 - lau. 7. des. 2024

    Brottför:

    Strandganga í fjórum áföngum frá Mógilsá að Gróttu 2

    Ferð 2: Leirvogstunga - Geldinganeseiði - gönguvegalengd um 10 km

    Komið er á eigin bílum og þátttakendur sjá um að selflytja bílstjóra milli upphafs- og lokastaðar hverrar göngu. Sagt frá ýmsu sem fyrir augu ber á leiðinni, náttúrunni, sögum, þjóðsögum sem tengjast svæðunum og goðsögum sem tengjast þessum árshluta.

    Annar göngudagur í öðru kvartili, 14.desember, kl. 9.30 - 14  (gangan sjálf hefst kl.10)            

    Birting                      9.57
    Sólarupprás          11.15
    Sólarlag                 15.30
    Myrkur                    16.48
    Háfjara                   11.33
    Flóð                        17.36

    Mæting kl. 9.30 á endastöð göngunnar og sameinast í bíla sem keyra að upphafsstað göngunnar.

    Frá Leirvogstungu er farið yfir litla brú á Köldukvísl og Varmá, út á Skipaþingshól og með ströndinni eftir Leiruvogi, um Blikastaðanes, Yfir brú á Úlfarsá og að Geldinganeseiði. 
    Eftir gönguna og léttar teygjur heldur hver sína leið nema þau sem skutlast með bílstjóra að upphafsstað göngunnar. Því er lokið um eða fyrir kl.14.  

    Fararstjóri:  Hrönn Baldursdóttir

    • Verð:

      6.500 kr.
    • Félagsverð:

      4.500 kr.
    • Nr.

      2412D02
    • ICS
  • Dags:

    lau. 21. des. 2024

    Brottför:

    Strandganga í fjórum áföngum frá Mógilsá að Gróttu

    Ferð 3: Geldinganeseiði - Skarfabakki, gönguvegalengd um 10 km 

    Þriðji göngudagur í þriðja kvartili, 21.desember, kl. 9.30 - 14  (gangan sjálf hefst kl.10)      Sólstöður

    Komið er á eigin bílum og þátttakendur sjá um að selflytja bílstjóra milli upphafs- og lokastaðar hverrar göngu. Sagt frá ýmsu sem fyrir augu ber á leiðinni, náttúrunni, sögum, þjóðsögum sem tengjast svæðunum og goðsögum sem tengjast þessum árshluta.             
    Mæting kl. 9.30 á endastöð göngunnar og sameinast í bíla sem keyra að upphafsstað göngunnar.
    Frá Geldinganeseiði er gengið á stígum eins og leið liggur með ströndinni meðfram Eiðsvík, framhjá Gufunesi, inn Elliðavog og yfir brýr á Grafarvogi og Elliðaám. Um Vatnabakka að Skarfabakka og að vitanum við Skarfagarða.
    Eftir gönguna og léttar teygjur heldur hver sína leið nema þau sem skutlast með bílstjóra að upphafsstað göngunnar. Því er lokið um eða fyrir kl.14.  

    Fararstjóri Hrönn Baldursdóttir

    Birting                     10.03     
    Sólarupprás             11.22
    Sólarlag                   15.30
    Myrkur                    16.49
    Háfjara                   16.52
    Flóð                        10.31

    • Verð:

      6.500 kr.
    • Félagsverð:

      4.500 kr.
    • Nr.

      2412D03
    • ICS
  • Dags:

    lau. 28. des. 2024

    Brottför:

    Strandganga í fjórum áföngum frá Mógilsá að Gróttu

    Ferð 4: Skarfabakki - Grótta, gönguvegalengd um 10 km

    Komið er á eigin bílum og þátttakendur sjá um að selflytja bílstjóra milli upphafs- og lokastaðar hverrar göngu. Sagt frá ýmsu sem fyrir augu ber á leiðinni, náttúrunni, sögum, þjóðsögum sem tengjast svæðunum og goðsögum sem tengjast þessum árshluta.
    Fjórði göngudagur í fjórða kvartili, 28.desember, kl. 9.30 - 14  (gangan sjálf hefst kl.10)          
    Mæting kl. 9.30 á endastöð göngunnar og sameinast í bíla sem keyra að upphafsstað göngunnar.
    Frá Skarfabakka er haldið eftir strandlengjunni að Laugarnesi og áfram meðfram Rauðarárvík með stoppum við vitann og Sólfarið. Haldið að Hörpunni og gengið um hafnarsvæðið, Granda og Örfirisey. Því næst meðfram Eiðisvík, út með norðurströndinni og að Gróttu.
    Eftir gönguna og léttar teygjur er skutlast með bílstjóra að upphafsstað göngunnar. Því er lokið um eða fyrir kl.14.  

    Fararstjóri:  Hrönn Baldursdóttir

    Birting                    10.04
    Sólarupprás          11.22
    Sólarlag                 15.38
    Myrkur                    16.55
    Háfjara                   11.06
    Flóð                        17.03

    • Verð:

      6.500 kr.
    • Félagsverð:

      4.500 kr.
    • Nr.

      2412D04
    • ICS


1 / 4

Langleiðin