Að heiman og heim - Allar ferðirnar

Dags:

þri. 18. feb. 2025 - lau. 21. jún. 2025

Brottför:

Að heiman og heim – afmælisraðganga

Allar ferðirnar í einum pakka

Boðið er upp á að taka allar 10 göngurnar í einum afmælispakka! Og það á hálfvirði, bara 22.500kr.

Hjarta Útivistar slær í Básum á Goðalandi í Þórsmörk.  Útivist byggði fyrsta skála sinn þar um 1980 og hafa félagar átt þar ófáar gleðistundir við leiki og störf.  Árið 1990 var farin raðganga frá Reykjavík í Bása sem enn er í minnum höfð. Og nú á 50 ára afmæli Útivistar ætlum við að endurtaka leikinn. Áfangarnir eru tíu. Við hefjum leik í janúar og síðasta gangan endar í Básum á afmælishátíð félagsins 21. júní. Fyrirkomulagið verður þannig að farið verður á eigin bílum og safnast saman við endastöð göngunnar. Sameinast í bíla og ekið að upphafsstað. Verði er haldið í algjöru lágmarki og vonum við að sem flestir gangi með okkur að hluta eða alla leið. Leiðarlýsing og áfangar miðast við aðstæður og geta breyst.

Við eigum mjög erfitt með að setja inn kílómetrana, besta leiðin verður fundin eftir aðstæðum með
tilliti til veðurs og vatns. Við verðurm því svolítið að spila af fingrum fram. Bein loftlína í Bása er 130 km.
Við viljum eftir bestu getu ekki vera labba á neinum malbikuðum vegum og leiðina þarf að velja eftir aðstæðum hverju sinni. Við reynum að setja inn cirka km þegar við vitum það, það má alveg gera ráð fyrir 2-3 km til eða frá. Þetta er ekki nákvæmar tölur. 

18.janúar

Skrifstofa Útivistar í Rauðhóla ca 12 km

15.feb

Rauðhólar í Litlu kaffistofu ca 15-16 km.

15.mars

Litla kaffistofa í Hveragerði ca 17.-18 km

12.apríl

Hveragerði - Selfoss ca 15-16

26.apríl

Selfoss - Þjórsárbrú ca 18

10.maí

Þjórsárbrú - Hella ca 15-16

24.maí

Hella - Hvolsvöllur ca 15-16

7.júní

Hvolsvöllur - gamla Markarfljótsbrúin ca 15-16

14.júní

Markarfjlót - Gígjökull ca 15-16

21.júní

Gígjökull - Básar ca 15-16

Verð 35.000 kr.
Félagsverð 22.500 kr.

Nr.

2501D02