Dags:
mið. 9. júl. 2025 - sun. 13. júl. 2025
Brottför:
frá Mjódd kl. 09:00
Ævintýrið við Strút er bækistöðvarferð fyrir krakka, mömmur, ömmur, pabba, afa, frænkur og frændur.
Hálendið í kringum Strútsskála verður kannað, farið verður í Strútslaug, ætt upp og niður fjöll og firnindi, stiklað yfir ár og leitað að hellisskútum. Farið í ratleik, föndrað, haldnar kvöldvökur og kveiktur varðeldur. Það verður glens og gaman. Öll gil og krókar í nágrenni skálans verða skoðuð hátt og lágt, stunduð listsköpun úti í náttúrunni, teiknaðar myndir, búnar til sögur, samin lög og sungið, lesnar sögur og samin ljóð. Síðasta kvöldið verðum sameiginlegur kvöldmatur.
Fýlupúkar eru vinsamlegast beðnir um að fara ekki í þessa ferð en allir hinir hjartanlega velkomnir ;)
Fararstjórar eru Auður Jónsdóttir og Sigríður Theodórsdóttir
Verð 103.000 kr.
Félagsverð 89.000 kr.