Fuglaskoðun - Vísindapakkinn

Dags:

lau. 3. maí 2025

Brottför:

Hist kl. 9:00 Staðsetning auglýst síðar 

Vísindapakkinn – Dagsferðir í samstarfi við HÍN

Í 50 ára starfi Útivistar hefur gjarnan verið blandað saman góðum gönguferðum og skemmtilegri fræðslu. Í tilefni afmælisins efnir Útivist í samstarfi við Hið íslenska náttúrufræðifélag til skemmtilegra og fræðandi vísindaferða þar sem allir eru velkomnir. Farið er á eigin bílum á valda staði í nágrenni höfuðborgarinnar. Staðsetning er valin eftir aðstæðum og verður auglýst vel. Sérfræðingar frá HÍN verða með í för og fræða þátttakendur um undur náttúrunnar. Sumar ferðirnar eru mjög hentugar sem fjölskylduferðir og við vekjum athygli á að í þessar ferðir verður frítt fyrir börn og unglinga upp að 17 ára aldri.

Í fuglaskoðunarferðinni verður staðsetning valin eftir aðstæðum til að sem mest fáist úr ferðinni. Nánari staðsetning verður auglýst síðar.

Með okkur í för verður Sölvi Rúnar Vignisson vistfræðingur hjá Þekkingarsetri Suðurnesja og formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags.

12.april

Jarðfræðiferð

3.maí

Fuglaskoðun

31.maí

Grasafræði

24.ágúst

Sveppaferð

20.sept

Undur fjörunnar

Verð 4.500 kr.
Félagsverð 4.500 kr.

Nr.

2405D01
  • Suðvesturland