Bóka gistingu
Gagnlegar upplýsingar
|
Áhugaverðir staðir í nágrenni
|
- GPS-hnit N 63°58,849 / V 18°31,319
- Gistipláss í skála eru 16 talsins
- Tjaldstæði (mjög góð).
- Salerni yfir hásumar. EKKI klósettpappír.
- Neysluvatn er sótt í lækinn.
- Gasofn til upphitunar
- Gashellur til eldunar og eldunaráhöld.
- Gaskútar eru geymdir á vetrarkamri.
- Verð á gistingu í skála:
- 5.066 kr. fyrir félagsmenn
- 9.400 kr. fyrir aðra
- Gistináttaskattur kr. 666 er innfalinn.
|
- Gjátindur
- Eldgjá
- Uxatindar
- Grettir
|
Í einstöku umhverfi í Skælingum stendur lítill skáli sem var fyrrum gangnamannaskáli er Skaftártungubændur nýttu. Félagsmenn Útivistar endurbyggðu hann á árunum 1996-1997. Skálann einkennir hin forna íslenska byggingarhefð með vegghleðslum úr grjóti og upplifa gestir hans því menningararf okkar í náttúrulegu umhverfi. Allt umhverfis skálann má sjá all sérstæða hraundranga og er svæðinu oft lýst sem náttúrulegum lystigarði.
Af veginum um Fjallabaksleið nyrðri (F208) er ekið yfir Nyrðri-Ófæru á vaði rétt austan við Eldgjá og upp á eystri brún Eldgjár eftir veginum að Gjátindi. Fljótlega eftir að komið er upp á brúnina eru gatnamót þar sem ekið er niður brekku í átt að Skaftá. GPS-hnit gatnamótanna eru N 63°56,974 / V 18°37,635. Þeim slóða er fylgt sem leið liggur að skálanum.
Önnur leið liggur að skálanum frá slóðanum að Langasjó (F235) og er þá beygt til hægri rétt við fjallið Gretti. Á þessari leið er ekið í vatnsborðinu á Blautulónum. Gæta þarf þess að vatnið er aðdjúpt og því þarf að aka eins nálægt bakkanum og mögulegt er. Þessi leið er torfærari en hin fyrrnefnda. Báðar leiðirnar eru færar vel búnum jeppum, en ekki ætti að leggja í leiðina um Blautulón á óbreyttum jeppum.
Skálavörður er ekki í skálanum en skálaverðir í Strútsskála og Hólaskjóli hafa eftirlit með skálanum. Gistingu í skála og tjaldstæði er hægt að greiða á skrifstofu Útivistar eða með því að greiða í þar til gerðan bauk í skálanum. Húsið er ekki einangrað og hentar því ekki til vetrarferða.