Félagsaðild

Félagsgjald í Útivist fyrir árið 2024 er 10.000 kr. Maki félagsmanns og börn yngri en 18 ára njóta sömu kjara og félagsmaðurinn. Í ferðum Útivistar greiða börn á aldrinum 7-17 ára hálft gjald og yngri en 7 ára greiða ekki neitt, hvort sem foreldri er félagsmaður eða ekki.

Félagsaðild í Útivist opnar aðgang að fjölbreyttu innra starfi félagsins. Auk þess eru ýmis hlunnindi í boði fyrir félaga:

Félagsaðild er skilyrði fyrir þátttöku í ferðum Útivistar.

Mikill afsláttur í skálum Útivistar og á tjaldsvæðum.

Afsláttur í ýmsum verslunum.

Tilboð til félagsmanna.

Félagsgjaldinu fylgir frímiði í eina dagsferð á ári. Frímiðinn gildir einungis í dagsferðir sem eru undir 10.000 kr. Til að nýta boðið þarf að tilkynna þátttöku til skrifstofu fyrir kl. 13:00 á föstudegi.

Ókeypis aðgangur að ferðum Útivistargírsins

Þátttaka í viðburðum sem skipulagðir eru af skemmti- og fræðslunefnd Útivistar

Athugið að alltaf þarf að sýna félagsskírteini þegar nýta á hlunnindi eða afslætti vegna félagsaðildar.

Félagsaðild gildir almanaksárið.  Rukkun félagsgjalda er send í heimabanka félagsmanna í lok janúar ár hvert.