Vorferð jeppadeildar á Vatnajökul - Norðurleiðin

Dags:

fim. 24. apr. 2025 - sun. 27. apr. 2025

Brottför:

Brottför:  kl. 08:30 frá Olís við Rauðavatn.

ATH! Þessi hópur gistir í Jökulheimum, Sigurðarskála og Snæfelli.

Boðið verður upp á tvo hópa, annar sem fer austurleiðina um Skálafellsjökul, Snæfell í Sigurðarskála og hinn sem fer í Jökulheima/Grímsfjall í Sigurðarskála, þar sem hóparnir gista saman og halda grillveislu að hætti Útivistar á föstudagskvöldið. Fyrri hópurinn fer síðan í Jökulheima/Grímsfjall og seinni hópurinn í Snæfell og niður Skálafellsjökul.

Hin stórskemmtilega árlega vorferð um Vatnajökul er ein vinsælasta ferð jeppadeildarinnar. Ferðinni er nú heitið á austurjökulinn.

Fyrri hópurinn leggur af stað að morgni fimmtudags frá Smyrlabjörgum en gisting nóttina áður er á ábyrgð hvers og eins. Ekið verður á Goðabungu og í Snæfellsskála, þar sem verður gist. Á föstudeginum verður dagurinn tekin snemma og ekið í Kverkfjöll þar sem farið verður í bað í Hveragili og Sigurðarskála þar sem hópurinn sameinast hinum hópnum.

Seinni hópurinn leggur af stað frá Olís við Rauðavatn á fimmtudagsmorgni og verður ekið inn í Jökulheima/Grimsfjall þar sem gist verður. Stoppað verður við Hamarinn til að njóta útsýnisins. Á föstudeginum verður farið yfir Vatnajökul og stefnan tekinn á Sigurðarskála í Kverkfjöllum, þar sem hóparnir sameinast.

 Á laugardeginum verður svo ferð fyrri hópsins  haldið áfram á Grímsfjall/Jökulheima og freistað þess að fara í gufubað., en seinni hópurinn fer sem leið liggur í Hveragil í bað og síðan yfir Brúarárjökul í Snæfellsskála. Sunnudagurinn verður notaður til heimferðar frá Grímsfjalli/Jökulheimum í Hrauneyjar  og frá Snæfellsskála niður Skálafellsjökul þar sem ferðinni lýkur.

Farastjórar: Sveinn Sigurður Kjartansson.

Verð 48.000 kr.
Félagsverð 46.000 kr.

Nr.

2504J03