Fjallabrall – með helgarferð yfir Fimmvörðuháls

Dags:

lau. 25. jan. 2025 - sun. 29. jún. 2025

Brottför:

Fjallabrall hefur fest sig í sessi sem gríðarlega vinsæll gönguhópur innan Útivistar síðan hann fór í gang á haustdögum 2022.

Hópurinn er ætlaður öllum þeim sem hafa einhverja reynslu af útivist og fjallgöngum. Erfiðleikastig ferða er 1-2 skór. Miðað er við að dagsferðir séu ekki meira en um 15 km og uppsöfnuð hækkun í ferðum ekki meiri en um 600 metrar.*

Gengið er 2 sinnum í mánuði að meðaltali, ein kvöldferð og ein dagsferð. Miðað er við að fólk fari á eigin bílum í ferðir (nema í Leggjarbrjótsferðina þar sem farið verður í rútu). Í kvöldgöngunum hittist hópurinn kl. 18 og í dagsgöngunum hittist hópurinn ýmist kl.8 eða kl. 9, í báðum tilvikum er boðið að sameinast í bíla og svo keyrir hópurinn í samfloti að upphafstað göngu.

Í ferðunum er aðal áherslan á að öllum líði vel. Allir eiga að geta notið sín í hópnum og mikið er lagt upp úr því að njóta útiverunnar saman. Þátttakendur fræðast um ýmsa hluti tengda göngum og útivist auk þess sem lagt er upp úr því að deila fróðleik tengdum svæðinu sem ferðast er um.

Helgarferð vorannar er yfir Fimmvörðuháls en á síðustu árum hefur hálsinn á milli Skóga og Þórsmerkur verið ein af vinsælustu gönguleiðum hér á landi. Lagt af stað með rútu frá Reykjavík á föstudagsmorgninum og keyrt að Skógum þar sem gangan hefst. Gengið upp meðfram Skógaheiði og í Fimmvörðuskála þar sem er gist aðfararnótt laugardags. Frá Skógum upp að Fimmvörðuskála og vegalengd rétt um 14 km. Á laugardagsmorgni er lagt er af stað snemma og gengið niður í Bása þar sem göngunni lýkur og hópurinn gistir aðfararnótt sunnudags. Frá Fimmvörðuskála í Bása er um 12 km ganga. Á sunnudegi gefst svo tækifæri til stuttra gönguferða um fallegt svæði í nágrenni skálans áður en rútan keyrir hópinn aftur til Reykjavíkur.

Innifalið í skráningu er fararstjórn í allar ferðir, rúta í helgarferð yfir Fimmvörðuháls og í dagsferð á Leggjarbrjót, gisting í skála á Fimmvörðuhálsi og í skála í Básum í helgarferð og trúss frá Skógarfoss og inn í Bása.

Fararstjórar eru Fríða Brá Pálsdóttir, Hanna Guðmundsdóttir og Tryggvi Guðmundsson.

 25.janúar

dagsferð

Mosfellsku alparnir - frá Helgufoss að Hafravatnsrétt

 12.febrúar

kvöldferð

Vífilsstaðahlíð

 1.mars

dagsferð

Búrfell í Grímsnesi

 19.mars

kvöldferð

Stórhöfði hringaður

 2.apríl

kvöldferð

Litli Meitill

 12.apríl

dagsferð

Melahnúkur og Lokufjall

 10. maí

dagsferð

Þríhyrningur - opin ferð - íslendingasöguþema

 21. maí

kvöldferð

Múlafjall

 4. júní

kvöldferð

Móskarðshnjúkar

 16. júní

dagsferð

Næturganga yfir Leggjabrjót - opin ferð

 27.-29. júní

helgarferð

Fimmvörðuháls

 

Athugið að dagskrá getur tekið breytingum með hliðsjón af veðurspám og aðstæðum að hverju sinni.

*Þetta á við allar ferðir á vorönn nema í lokadagsferð hópsins á Leggjarbrjót og í helgarferðinni yfir Fimmvörðuháls.

Verð 100.000 kr.
Félagsverð 86.000 kr.

Nr.

2501B01H