Horn í horn I - frá Eystra-Horni að Upptyppingum

Dags:

mið. 16. júl. 2025 - lau. 26. júl. 2025

Tími:

  • Skáli / tjald

Síðasta sumar hóf hópur frá Útivist fjögurra ára göngu sína frá Horni í Horn. Sá hópur mun halda áfram göngu sinni þaðan sem frá var horfið og mun ganga legg II næst. Vegna mikils áhuga á leiðangrinum Horn í Horn á síðasta ári var ákveðið að annar leiðangur hæfi göngu sína á þessu ári frá Eystra - Horni. Ef næg þátttaka fæst mun nýr hópur ganga legg eitt í sumar.

Leiðin liggur þvert yfir landið frá suðaustri til norðvesturs. Einn leggur verður genginn á hverju sumri og mun hver leggur taka átta til tíu göngudaga. Ferðin hefst við Eystra-Horn sumarið 2025 og endar í Hornvík 2028. Gist verður í skálum þar sem þeir standa til boða en annars staðar er gert ráð fyrir gistingu í tjöldum. Ferðin verður trússuð eftir því sem við verður komið.

Fyrsti leggur, sumar 2025:

Ekið er frá Reykjavík að Lóni með viðkomu á Höfn í Hornafirði þann 16.júlí og tjöldum slegið upp. Að morgni 17. júlí er hópnum ekið að Eystra-Horni þar sem gangan hefst. Ferðin er trússuð fyrir utan tvo daga þegar gengið er um Lónsöræfi en þá þarf að bera svefnpoka og mat til tveggja daga. Gist er í skálum þar sem þeir eru en annars er tjaldað. Mælt er með 4. árstíða tjöldum.

Dagleiðirnar eru eftirfarandi:

Dagur 0, 16.júlí: Ferðadagur að Lóni. Brottför kl. 8 frá Reykjavík  

Dagur 1, 17.júlí: Eystra-Horn – Smiðjunes í Lóni 
27 km / Lítil hækkun og lækkun

Dagur 2, 18.júlí: Smiðjunes – Múlaskáli við Kollumúla 
22 km / Heildarhækkun 1000 m, heildarlækkun 900 m

Dagur 3, 19.júlí: Múlaskáli – Tröllakrókar – Egilssel við Kollumúlavatn                 
10 km / Heildarhækkun 700 m, heildarlækkun 270 m

Dagur 4, 20.júlí:  Egilssel – Vesturdalur – Geldingafellsskáli                                     
18 km / Heildarhækkun 660 m, heildarlækkun 520 m

Dagur 5, 21.júlí:  Geldingafellsskáli – Eyjabakkafoss – Hafursá                               
25 km / Heildarhækkun 350 m, heildarlækkun 450 m

Dagur 6, 22.júlí:  Hafursá – Nálhúsahnjúkar – Dragalda                                              
21 km / Heildarhækkun 550 m, heildarlækkun 370 m

Dagur 7, 23.júlí:  Dragalda – Hálslón – Laugarvalladalur                                             
15 km / 
 Heildarhækkun 350 m, heildarlækkun 300 m

Dagur 8, 24.júlí:  Laugarvalladalur – Kreppa                                                                      
25 km / Heildarhækkun 520 m, heildarlækkun 520 m

Dagur 9, 25.júlí:  Kreppa – Jökulsá á Fjöllum við Upptyppinga                                  
16 km / Heildarhækkun 300 m, heildarlækkun 250 m

Dagur 10, 26.júlí: Ferðadagur frá Jökulsá á Fjöllum að Mývatni

 

Frá Mývatni fer fólk á eigin vegum heim á leið. Þessi fyrsti leggur í Horn í Horn er um einstakt göngusvæði meðfram austanverðum Vatnajökli og norður fyrir hann.

Kynningarfundur verður í janúar og verður auglýstur síðar.

Nr.

2507L12