Hornstrandir bækistöðvarferð

Dags:

fös. 11. júl. 2025 - mán. 14. júl. 2025

Brottför:

  • Tjald

Siglt frá Bolungarvík í Hornvík þar sem settar verða upp tjaldbúðir og gengið út frá þeim.

Farið verður um Hornbjarg og Hornbjargsviti í Látravík heimsóttur. Gengið verður um einstigi í Hvannadal. Þá verður farið um Rekavík bak Höfn, Atlaskarð og í Hælavík á æskuslóðir Jakobínu Sigurðardóttur og Þórleifs Bjarnasonar og e.t.v. lesið úr minningabókum þeirra.

Bátur sækir farangur en hópurinn gengur um Hafnarskarð í Veiðileysufjörð og hittir á bátinn þar. Hámarksfjöldi 20 manns.

Þátttakendur koma sér sjálfir á upphafstað í bátinn.

Fararstjóri er Steinar Sólveigarson

Innifalið er sigling, fararstjórn og flutningur á farangri.  Gist er í eigin tjöldum.

Verð 73.000 kr.
Félagsverð 59.000 kr.

Nr.

2507L05