Fyrsta ferð Útivistar eftir stofnun var á Keili og allar götur síðan hefur félagið verið með göngu á Keili í kringum afmæli félagsins. Sú ganga féll þó niður í ár vegna sóttvarnaráðstafana. Því er upplagt fyrir Útivistarfélaga að skella sér á fjallið á eigin vegum. Vegalengd 8-10 km. Hækkun 200 m. Göngutími 4 klst.