Ekið eftir Vesturlandsvegi og inn í Mosfellsdal. Gangan hefst við kirkjuna á Mosfelli og er gengið upp með gili þar sem talið er að Egill hafi forðum falið gull sitt. Áfram er haldið upp á hæsta punkt fjallsins og gengið með brúnum þess til baka. Vegalengd 4-5 km. Hækkun 150 m.