Akrafjall - leiðarlýsing

Ekið sem leið liggur í átt að Akranesi en farið til hægri rétt áður en komið er niður á Akranes. Beygt aftur til hægri við skilti sem á stendur Akrafjall. Gengið upp norðanmegin Berjadals og farið þar með brúnum. Hægt er að fara hring á fjallinu og niður aftur sunnan Berjadals. Hækkun er um 500 m og áætlaður göngutími er 5-6 klst.