Gönguleiðin úr Heiðmörk í Búrfellsgjá er ein af þeim fallegri í nágrenni borgarinnar og ber glögg merki jarðsögunnar. Ekið meðfram Vífilsstaðahlíð í átt að Hjöllum. Rétt áður en þangað er komið, stuttu eftir að malbiki sleppir, er brött beygja á veginum. Þar á hægri hönd er varða og örfáum metrum síðar er bílastæði á vinstri hönd. Gengið er eftir nokkuð skýrum stíg. Ganga við allra hæfi, hækkun óveruleg, vegalengd 5-6 km.