Ekið eftir Vesturlandsvegi og beygt til hægri á hringtorginu í Mosfellsbæ inn Reykjaveginn. Stuttu eftir að farið framhjá Hafravatnsafleggjara er beygt til vinstri inn Bjargsveg. Gangan hefst við hestagerði sem er við veginn. Farið á Reykjafell og Æsustaðafjall. Komið niður í Skammaskarð og út Skammadal. Þar þyrfti að vera bíll til heimferðar.
Vegalengd 6-7 km. Hækkun 250 m. Einnig er hægt að ganga á Reykjafell beint upp frá Reykjalundi. Leiðin þar fram og til baka er rúmir 4 km.