Gangan hefst við óformlegt bílastæði við Kasthúsatjörn. Ekið er eftir Norðurnesvegi til að komast þangað. Þaðan er gengið í norðaustur eftir malarstíg. Farið framhjá húsagötu og er þá komið á malarveg sem er fylgt meðfram Seylunni. Bessastaðatjörn er þá á hægri hönd og sjórinn á þá vinstri. Stígum fylgt umhverfis tjörnina og yfir á Bessastaðanes. Bessastaðavegi er svo að lokum fylgt að hringtorginu og gengið eftir malarstígnum að Kasthúsatjörn. Létt og skemmtileg ganga.