Gengið er frá litlu bílastæði sem er staðsett rétt fyrir neðan Eldborg á hægri hönd á Bláfjallavegi. Vel merktur stígur er upp á Eldborgina og er gengið að hluta til ofan á henni. Þegar niður er komið er gengið á milli Eldborgarinnar og Drottningar. Gengið er vestan megin upp á Drottningu og sömu leið til baka. Þegar komið er niður er þokkalega stikaður stígur í átt að Stóra-Kóngsfelli. Uppgangan þar hefst að norðanverðu en komið er upp á topp að sunnanverðu. Best er að ganga sömuleið til baka. Hækkun um 600 m, gönguvegalengd um 8 km.