Fjölskylduferðir Útivistar

17. desember 2019

Börn hafa skemmtilega sýn á náttúruna. Við réttar aðstæður upplifa þau ævintýri úr einföldustu fyrirbærum og hinir fullorðnu njóta góðs af gleði þeirra. Þess vegna eru fjölskylduferðir þar sem börn og fullorðnir ferðast saman skemmtilegar fyrir alla.

Útivist er ár hvert með á dagskrá góðar fjölskylduferðir þar sem áhersla er lögð á barnvæna útivist og afslappað en skemmtilegt andrúmsloft.

Hér að neðan eru nokkrar ferðir úr ferðaáætlun Útivistar sem henta einstaklega vel fyrir bæði börn og fullorðna:

9.5. Fjölskylduhjólaferð: Hjól og grill í Heiðmörk

29.5.-1.6. Fjölskylduferð í Bása um Hvítasunnu

3.-4.7. Hjólað í útilegu upp í Mosfellsdal –  Fjölskylduferð

26.-30.7. Ævintýri við Strút

7.-9.8. Fjölskylduferðir Útivistar

28.-30.8. Berjaferð í Bása

23.-25.10. Vetrarfrí í Básum

27.-29.11. Aðventuferð