Everest-hópur Útivistar hefur gengið um fjöll og firnindi síðustu fjögur ár, við mikla gleði þátttakenda sem sumir hafa verið í hópnum allan þann tíma. Nú ert þú, kæri lesandi, svo heppinn að geta komist í þennan frábæra hóp um áramótin. Hópurinn er lokaður, þannig að í göngunum er alltaf sama spræka og skemmtilega fólkið sem vill helst ganga sem hæst og sem lengst. Nafn hópsins vísar til þess að göngurnar eru í erfiðari kantinum , þannig að þú þarft að vera í þokkalega góðu formi.
Dagskrá hópsins samanstendur af þrenns konar göngum. Fyrstu þrjá mánuði ársins göngum við á fjöll og fell í nágrenni höfuðborgarinnar á miðvikudagskvöldum kl. 18, alls 11 göngur. Þessar göngur hafa notið gífurlegra vinsælda í hópnum. Næst er að nefna dagsgöngur sem gengnar verða 2. laugardag í mánuði, nema í júní-ágúst. Í júlímánuði er frí, en í júní og ágúst er farið í helgarferðir. Dagskrá dags- og helgargangna má sjá hér fyrir neðan.
17.01. dagsferð
|
Grindarskörð – Kistufell
|
14.02. dagsferð
|
Ingólfsfjall
|
14.03. dagsferð
|
Milli Meitla – Skálafell
|
11.04. dagsferð
|
Tröllatindar og Hólsfjall
|
09.05. dagsferð
|
Hafrafell
|
5.-7. júní eða
12.-14. júní helgarferð
|
Vörðutindur eða Miðfellstindur eða Hrútsfjallstindar
|
14.-16. ágúst helgarferð
|
Trölladyngja/nýju gosstöðvarnar eða Dýjafjallshnjúkur
|
12.09. dagsferð
|
Kringum Skriðutinda
|
10.10. dagsferð
|
Stóra-Jarlhetta og Hagavatn/Farið
|
14.11. dagsferð
|
Ármannsfell
|
12.12. dagsferð
|
Jólaferð
|
Nánari upplýsingar um einstakar ferðir má finna hér.
Everest-hópurinn er lokaður hópur þannig að þar ertu alltaf að hitta sama fólkið og kynnist því mjög fljótlega. Skráningargjald í hópinn er 25.000 kr. og innifalið í því eru kvöldgöngurnar í janúar-mars. Gjald í dagsgöngurnar er mjög hóflegt, eða einungis 3.500 kr. Gjald í helgargöngur er 5.000 kr. Þátttakendur fara á einkabílum að upphafsstað göngu. Í dagsgöngum hittist hópurinn á skrifstofu Útivistar að morgni, sameinast í bíla og farþegar deila aksturskostnaði með bílstjóra.
Kæri lesandi, ef þig langar að slást í hópinn endilega hafðu samband við Útivist (sími 562 1000) og skráðu þig. Þar færðu líka allar nánari upplýsingar, en þú getur líka fundið allar upplýsingar á vefsíðu Útivistar, www.utivist.is. Ef þú hefur einhverjar fleiri spurningar endilega hringdu í fararstjórana og þeir myndu glaðir svara spurningum þínum eftir bestu getu. Fararstjórarnir eru:
Kristíana, gsm 861 8618
Stefán, gsm 891 9234
Unnur, gsm 868 1661
Við hlökkum til að heyra í þér og vonandi fáum við líka að sjá þig eftir áramótin. Nýjum félögum er ævinlega tekið fagnandi. Velkomin(n) í hópinn J