Greinar og ferðasögur

21.01.2025

50 ára afmælishátíð Útivistar í Básum

Afmælishátíð í Básum 20-22 júní

Nú er Útivist orðin 50 ára! Þegar haldið er upp á stórafmæli er við hæfi að slá upp veislu og bjóða heim. Fyrir okkur í Útivist er enginn staður sem hentar betur en svæðið okkar fallega í Básum á Goðalandi. Þar hefur Útivist efnt til gönguferða og fagnaðar um Jónsmessu árum saman og nú standur mikið til.

Það eru margar leiðir til að taka þátt í hátíðinni en aðalatriðið er útivera, gleði og gaman.

Aðfaranótt 21. júní er boðið upp á hina árlegu Jónsmessunæturgöngu Útivistar. Nóttin er björt, jöklar varða leiðina og á leiðinni yfir hálsinn eru ummerki eftir eldgosið árið 2010 skoðuð. Þegar komið er í Bása að lokinni göngu gefst færi á að slaka á í dásamlegu umhverfi eftir útiveru næturinnar. Þeir sem vilja taka því heldur rólegar geta gist á leiðinni í Fimmvörðuskála og rölt niður í hátíðahöldin í Básum daginn eftir.

Einnig má sleppa Fimmvörðuhálsgöngu og fara beint í Bása. Í Básum má gista í tjöldum eða skála og byrjar samveran á rólegu föstudagskvöldi og svo verður á laugardeginum boðið upp á dagsgöngur við allra hæfi, bæði stuttar og fjölskylduvænar, sem og  lengri ferðir. M.a. verður boðið upp á skutl að Gígjökli og að ganga með lokaáfanga raðgöngunnar ´Að heiman og heim´ aftur til baka heim í Bása.

Á laugardagskvöldinu tekur svo margrómuð Útivistargleðin völdin þegar allir hóparnir hittast, slegið er upp afmælisgrillveislu og varðeldi.

07.06.2024

Göngur um Þjóðlendur

Útivist stendur fyrir göngum um þjóðlendur sumarið 2024

19.03.2024

Nýtt göngukort af Básum í Þórsmörk

Gönguleiðakort af Þórsmörk og Goðalandi

29.01.2024

Hefur þú gengið Sveinstind-Skælinga?

Hefur þú gengið Sveinstind-Skælinga?

14.11.2022

Ályktun stjórnar Ferðafélagsins Útivistar um bann við göngum á Kirkjufell

Stjórn Ferðafélagsins Útivistar fjallaði nú nýverið um bann við göngum á Kirkjufell. Hér er ályktun stjórnarinnar um málið.

11.12.2019

Hvað er það við útivist sem við sækjumst í?

Kristjana Ósk Birgisdóttir fjallar hér um gildi útivistar og þau góðu áhrif sem hún hefur á sál og líkama.

16.12.2016

Fylgt úr hlaði

Grein úr Ferðaáætlun Útivistar 2017.

28.04.2016

Rannsókn á viðhorfum til miðhálendisins

Hér er óskað eftir þátttöku félagsmanna Ferðafélagsins Útivist í rannsókn á viðhorfum útivistarfólks til miðhálendis Íslands. Ath. frestur til að svara könnuninni hefur verið framlengdur til 10. maí. 

06.04.2016

Göngubrú á Markarfljót

Bygging göngubrúar á Markarfljót við Húsadal er samstarfsverkefni Vina Þórsmerkur og Vegagerðarinnar. Hönnun brúarinnar er nú lokið og framundan er vinna við að tryggja nægjanlegt fjármagn til að ljúka framkvæmdinni.

10.02.2016

Vitar

Útivist hefur valið að hafa vita sem ákveðið grunnþema í göngum í ár og ef til vill næstu ár líka.  Í tilefni af því hefur hér verið tekinn smá fróðleikur um vita. 

29.01.2016

Ályktun frá stjórn Ferðafélagins Útivistar

Náttúra landsins er sameign þjóðarinnar.
Frá upphafi byggðar á Íslandi hafa Íslendingar haft fullan og skilyrðislausan rétt til ferðalaga um landið. Forfeður okkar töldu mikilvægt að tryggja öllum almenningi rétt til farar um landið án hindrana af hálfu landeiganda. Þó svo margt hafi breyst á síðustu áratugum hvað varðar samgöngur um landið, er þessi réttur þó enn mikilvægur öllum landsmönnum.

11.12.2015

Drögum línu í sandinn

Náttúra landsins er orðin auðlind, hún skapar gjaldeyristekjur. Við í Útivist höfum lengi litið á náttúru landsins sem verðmæti, alveg óháð því hvort hún skaffi peninga í kassann. Náttúran, og þá ekki síst hálendi landsins, er það sem nærir huga okkar, veitir okkur ómælda gleði og hvíld frá brauðstriti hversdagsins. Út í náttúrunni hverfa vandamálin, stress og argaþras borgarlífsins verður órafjarri.

23.06.2015

Vísur úr Jónsmessuferð

Nokkrar skemmtilegar vísur voru ortar í Jónsmessuferð Útivistar.

16.01.2015

Náttúrupassi býr til nýja stétt landgreifa

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, heldur sig við sama heygarðshornið í baráttu sinni fyrir svokölluðum náttúrupassa. Þetta segir Þórarinn Eyfjörð í þessari grein um tillögu ráðherrans um náttúrupassa.

17.12.2014

Náttúrunni er ógnað

Þórarinn Eyfjörð formaður Útivistar fjallar hér um hugmyndir stjórnvalda sem ógna náttúrunni og samstöðu þjóðarinnar um þann sameiginlega þjóðarauð Íslendinga sem falinn er í náttúru landsins.

17.03.2014

Hvaða tuð er þetta um almannarétt!

Í umræðum síðustu daga og vikna um hugmynd atvinnumálaráðherra um svokallaðan náttúrupassa til fjármögnunar á umbótum á fjölförnum ferðamannastöðum hefur hugtakið almannaréttur örlítið skotið upp kollinum. 

12.02.2014

Að velja bestu leiðina

Stjórnvöld hafa boðað að fjármögnun á umbótum á vinsælum ferðamannastöðum verði með svokölluðum náttúrupassa.  Þórarinn Eyfjörð formaður Útivistar fjallar hér um málið.

16.06.2013

Snæfellsjökull þveraður

Á Miðþúfu

Það var hress nítján manna hópur sem lagði upp frá skrif-stofu Útivistar eldsnemma þann 15. júní í fylgd þriggja farar-stjóra. Hér var á ferð Everest-hópur Útivistar á leið í göngu þar sem Snæfelljökull skyldi þveraður.

24.03.2013

Hættur að láta eins og hálfviti

Hinn 85 ára gamli Jón Ármann Héðins-son lét sig ekki muna um það að ganga upp á fjallið Keili í dag. Jón er einn stofn-enda ferðafélagsins Útivistar og hefur að eigin sögn stundað fjallgöngur í um 35 ár. Hann segir þetta vera sína síðustu ferð. 

07.02.2013

Sunnudagsganga um Prestastíg

Nítján manns fóru í sunnudagsgöngu um Prestastíg á Reykjanesi sunnudaginn 3. febrúar. "Fín og hressandi ferð þó hún væri í blautari kantinum" sagði galvaskur göngumaður. 

10.01.2013

Áramótaferð í Bása 2012

Hópur Útivistarfólks hélt áramótin 2012-2013 í Básum og kvaddi þar gamla árið með flug-eldum og brennu

11.07.2012

Frábær ferð frá upphafi til enda

Rögnurnar á Sveinstindi

Tvær hressar konur fóru í 4 daga gönguferð Útivistar um Sveinstind-Skælinga sumarið 2011.

12.04.2012

Fjallhress göngumaður

Helgi og Jóna sleppa engu tækifæri til að komast á toppinn á góðu fjalli.

25.03.2012

Afmælisganga á Keili

Afmælisganga á Keili

Steinar Frímannsson fór í árlega afmælisgöngu Útivistar á Keili 25. mars 2012.

24.03.2012

Fór í fyrstu ferð Útivistar á Keili

Einn af stofnendum Útivistar segir frá fyrstu ferðinni á Keili