Bækistöðvaferð í Dalakofa 60+ Fullbókað

Dags:

mán. 19. ágú. 2024 - mið. 21. ágú. 2024

Brottför:

kl. 09:00 frá Mjódd

  • Skáli
Þessi viðburður er liðinn.

Sendið tölvupóst á utivist@utivist.is ef þið viljið fara á biðlista.

Hér gefst kjörið tækifæri til að skoða sig um á fáförnum slóðum.

Dalakofi er í Reykjadölum, í jaðri Torfajökulssvæðisins að Fjallabaki. Þaðan er hægt að fara í lengri og styttri gönguferðir um fjölbreytt jarðhitasvæði.

Lagt af stað frá Mjódd á mánudegi og ekið í Dalakofann. Eftir að hafa komið sér fyrir í skála er farið í ca tveggja tíma göngu í nágrenninu. Daginn eftir verður boðið uppá göngur við allra hæfi. Farið verður í um það bil fjögurra til sex tíma göngu. Einnig verður farin léttari ganga í nágrenni Dalakofans fyrir þá sem það vilja. Þeir sem ekki hafa áhuga á gönguferð geta haldið kyrru fyrir í Dalakofanum og notið kyrrðarinnar.
Heimfarardag verður farin um tveggja tíma gönguferð.

Brottför:          19. ágúst kl. 9.00 frá Mjódd/bíómegin
Heimkoma     21. ágúst milli kl. 17.00 og 18.00

Innifalið: Leiðsögn, akstur, tvær skálagistingar, auk sameiginlegra kvöldmáltíða bæði kvöldin.

Fararstjórar eru Guðrún Frímannsdóttir, Jóhanna Benediktsdóttir og Guðbjartur Guðbjartsson

Félagsverð 49.800 kr.

Nr.

2408L06