Eyfirðingaleið norðan jökla

Dags:

fös. 17. jan. 2025 - fim. 19. des. 2024

Brottför:

Brottför: kl. 17:00 frá Olís við Rauðavatn.

  • Skáli

Fyrir jeppaáhugamenn er leiðin frá Kjalvegi yfir á Sprengisand einkar spennandi, með fjölmörgum áskorunum og leiðum. Farið verður inn að Hveravöllum á föstudagskvöldið og gist og laugað fyrir ævintýri helgarinnar. Á laugardeginum verður dagurinn tekinn snemma og farið inná Eyfirðingaleiðina yfir Blöndu og svo sem leið liggur norðan Hofsjökuls yfir Ströngukvísl við Sátu og áfram austur yfir Vestari og Austari jökulföllin. Komið verður við í Ingólfsskála, farið hjá Illviðrahnjúkum og staldrað við í Miðjunni áður en komið verður í Laugafell þar sem gist verður í skála Ferðafélags Eyfirðinga. Á sunnudeginum verður farið suður með Hofsjökli að Þjórsárjökli og niður á Kvíslarveituveg og niður í Hauneyjar.

 

Farastjóri: Gylfi Jónu Arnbjarnarson

Verð 40.000 kr.
Félagsverð 38.000 kr.

Nr.

2501J02