Þórarinn hefur verið fararstjóri hjá Útivist frá árinu 2008 og er fyrrum formaður félagsins.
Hann tekur jafnan að sér fararstjórn í ferðum jeppadeildarinnar. Markmiðið er alltaf að sækja einstaka upplifun og sálarfóður í náttúru landsins í góðra félaga hópi. Svo eru G-in 4 ómissandi þáttur í öllum ferðum; gott grill, gítar og gaman.
Uppáhaldsnesti Þórarins er flatbrauð með kindakæfu og móttóið: Í hverri stöðu eru alltaf tvær leiðir færar og önnur þeirra alltaf betri.