Í ljósi sóttvarnaráðstafana vegna COVID-19 taka nýjar reglur gildi í skálum og tjaldsvæðum Útivistar. Við leggjum áherslu á að fyglja þeim reglum sem í gildi eru og leggja þannig okkar lóð á vogaskálarnar til að draga úr útbreiðslu smits.
- Nýting á skálum miðast við 75% af þeim fjölda sem skálarnir eru ætlaðir fyrir svo unnt sé að virða fjarlægðarmörk. Þetta getur leitt til þess í einstaka tilfellum að við verðum að fækka bókunum sem komnar eru og vonum við að fólk sýni því skilning.
- Við beinum því til gesta í skálum og á tjaldsvæðum að hafa grímur meðferðis. Þó svo við reynum ávallt að skapa þær aðstæður að hægt sé að halda gildandi fjarlægðarmörk þá þarf að hafa í huga að þar sem það er ekki hægt gildir grímuskylda.
- Skálaverðir og starfsfólk okkar þrífur og sótthreinsar sameiginleg rými og snertifleti eins og reglur kveða á um.
- Þar sem skipt er í sóttvarnarhólf er mikilvægt að allir virði hólfaskiptingu, noti aðeins þau salerni sem tilheyra þeirra sóttvarnahólf og forðist umgang um önnur hólf eins og frekast er unnt.
- Sturtur fyrir tjaldsvæðin í Básum eru lokaðar.
- Við beinum því til gesta að sýna tillitsemi í umgengni við aðra ferðahópa og gæta að persónulegum sóttvörnum.
- Við tökum af varðeld á laugardagskvöldum í Básum á meðan takmarkanir eru í gildi.
- í ferðum Útivistar þar sem notast er við rútur gildir grímuskylda.
Munið persónulegar sóttvarnir, sýnum tillitsemi og höldum fjarlægðartakmarkanir. Gerum þetta saman.