Aðalfundur Útivistar var haldinn þann 8. september s.l. Nýr formaður félagsins var kjörinn á fundinum. Þórarinn Eyfjörð sem gegnt hefur formennsku s.l. 10 ár lét nú af störfum, en Gylfi Arnbjörnsson var kjörinn í hans stað. Gylfi hefur verið virkur í starfi félagsins um langa hríð, setið í stjórn félagsins, verið virkur í Jeppadeildinni, sinnt fararstjórn í gönguferðum og unnið ötullega í skálanefnd Dalakofa.
Um leið og við bjóðum Gylfa velkominn til starfa þökkum við Þórarni Eyfjörð kærlega fyrir farsælt 10 ára starf í þágu félagsins.