Dags:
mið. 8. jan. 2025 - lau. 24. maí 2025
Brottför:
Fjallfarahópur Útivistar
Fjallfarar munu á vorönn 2025 æfa sig fyrir göngu á Snæfellsjökul í lok maí eða byrjun júní. Fjöldi ferða eru 10 sem skiptist í 5 kvöldferðir og 5 dagsferðir. Markmið með hópnum er að bjóða upp á fræðandi og skemmtilegar göngur í góðum félagsskap. Göngur Fjallfara eru 2 - 3 skór og eru þær frá miðlungserfiðum upp í erfiðar göngur, og munu taka mið af getustigi hópsins. Byrjað verður á auðveldum göngum og síðan verður erfiðleikastigið aukið jafnt og þétt.
Dagsgöngurnar eru að jafnaði fjórða laugardag í mánuði og kvöldganga annan miðvikudag mánaðarins. Ef veðurútlit er óheppilegt á laugardeginum verður hægt að færa gönguna til sunnudags sömu helgi. Farið er á eigin bílum í allar göngurnar.
Í kvöldgöngunum er gengið af stað kl. 18 og verðum við á áhugaverðum stöðum í Reykjavík eða í næsta nágrenni. Þegar farið er í dagsgöngurnar er oftast komið saman kl. 9 og svo keyrt í samfloti að göngubyrjun. Aðal æfingafjallið verður Esjan eða fjöll og fell sem er innan við klukkustunda akstur frá höfuðborgarsvæðinu.
Farið verður yfir notkun á jöklabúnaði og öðrum öryggisbúnaði vegna ferðar á Snæfellsjökuls.
Athugið að dagskrá getur tekið breytingum með hliðsjón af veðurspám og aðstæðum að hverju sinni.
Umsjónaraðilar eru Ingvar Júlíus Baldursson og Hrönn Baldursdóttir
Dagskrá
8. janúar
|
Miðvikud.
|
Kvöldferð
|
Elliðaárdaldur
|
25. janúar
|
Laugard.
|
Dagsferð
|
Úlfarsfell þvers og kruss
|
12. febrúar
|
Miðvikud.
|
Kvöldferð
|
Heiðmörk
|
22. febrúar
|
Laugard.
|
Dagsferð
|
Esjan - óvissuferð
|
12. mars
|
Miðvikud.
|
Kvöldferð
|
Bláfjöll
|
22. mars
|
Laugard.
|
Dagsferð
|
Skarðsheiði
|
9. apríl
|
Miðvikud.
|
Kvöldferð
|
Grímmansfell
|
26. apríl
|
Laugard.
|
Dagsferð
|
Esjan eða Botnsúlur
|
7. maí
|
Miðvikud.
|
Kvöldferð
|
Tröllafoss
|
24. maí
|
Laugard.
|
Dagsferð
|
Snæfellsjökull
|
*25. maí og 7. júní eru til vara ef aðstæður eru ekki nógu góðar 24. maí.
Verð 56.000 kr.
Félagsverð 44.000 kr.