Dags:
lau. 7. des. 2024
Brottför:
Þessi viðburður er liðinn.
Strandganga í fjórum áföngum frá Mógilsá að Gróttu
Komið er á eigin bílum og þátttakendur sjá um að selflytja bílstjóra milli upphafs- og lokastaðar hverrar göngu. Sagt frá ýmsu sem fyrir augu ber á leiðinni, náttúrunni, sögum, þjóðsögum sem tengjast svæðunum og goðsögum sem tengjast þessum árshluta.
-----------------------------------------------
Mógilsá - Leirvogstunga, um 11 km
Fyrsti göngudagur í fyrsta kvartili, 7.desember, kl. kl. 9.30 - 14 (gangan sjálf hefst kl.10)
Birting 9.48
Sólarupprás 11.02
Sólarlag 15.37
Myrkur 16.51
Flóð 10.30
Háfjara 17.00
Mæting kl. 9.30 á endastöð göngunnar og sameinast í bíla sem keyra að upphafsstað göngunnar.
Gengið með ströndinni þar sem því verður við komið. Farið frá Botni Litla-Kollafjarðar, hjá Afstapa, Höfða, Álfsnesi, Þerneyjarsundi, Gunnunesi, Víðinesi og inn með Leiruvogi. Farið yfir litla brú á Leirvogsá og endað í Leirvogstungu.
Eftir gönguna og léttar teygjur heldur hver sína leið nema þau sem skutlast með bílstjóra að upphafsstað göngunnar. Því er lokið um eða fyrir kl.14.
Fararstjóri: Hrönn Baldursdóttir
Verð 6.500 kr.
Félagsverð 4.500 kr.