Þessi viðburður er liðinn.
ATH!. Fullbókað í ferðina, sendið póst á utivist@utivist.is til að fara á biðlista.
Á næstu fjórum árum verður Horn í Horn aftur á dagskrá, þvert yfir landið frá suðaustri til norðvesturs. Einn leggur verður genginn á hverju sumri og mun hver leggur taka átta til níu daga. Ferðin hefst við Eystra-Horn sumarið 2024 og endar í Hornvík 2027. Gist verður í skálum þar sem þeir standa til boða en annars staðar er gert ráð fyrir gistingu í tjöldum. Ferðin verður trússuð eftir því sem við verður komið. Þessi ganga var á dagskrá hjá Útivist árin 2016 – 2019 og verður nú endurtekin. Langleiðin sem er frá suðvestri til norðausturs hefur verið þess á milli og þannig gefst tækifæri til að krossa landið.
Fyrsti leggur, sumar 2024:
Þátttakendur koma sér sjálfir að Höfn í Hornafirði þar sem ferðin hefst að morgni dags 16. júlí. Hópnum er ekið að upphafsstað göngunnar. Áætlaðar dagleiðir eru hér að neðan en rétt er að taka fram að þær geta tekið breytingum.
Dagur 0, 15.júlí: Ferðadagur Rúta frá Reykjavís
Dagur 1, 16.júlí: Eystra-Horn – Smiðjunes í Lóni 25 km
Dagur 2, 17.júlí: Smiðjunes – Eskifell (göngubrú) – Múlaskáli við Kollumúla 23 km
Dagur 3, 18.júlí: Múlaskáli – Tröllakrókar – Egilssel við Kollumúlavatn 10 km
Dagur 4, 19.júlí: Egilssel – Vesturdalur – Geldingafellsskáli 20 km
Dagur 5, 20.júlí: Geldingafellsskáli – Eyjabakkafoss 22 km
Dagur 6, 21.júlí: Eyjabakkafoss – Nálhúsahnjúkar – Grjótá 23 km
Dagur 7, 22.júlí: Grjótá – Hálslón – Laugarvalladalur 22 km
Dagur 8, 23.júlí: Laugarvalladalur – Þorlákslindahryggur 23 km
Dagur 9, 24.júlí: Þorlákslindahryggur – brú á Kreppu – Upptyppingar 18 km
Dagur 10, 25.júlí: Ferðadagur frá Jökulsá á Fjöllum að Mývatni
Frá Mývatni fer fólk á eigin vegum heim á leið. Þessi fyrsti leggur langleiðarinnar Horn í Horn er um einstakt göngusvæði meðfram austanverðum Vatnajökli og norður fyrir hann.
Kynningarfundur verður haldinn 25. janúar 2024
Staðsetning er á skrifstofu Útivistar, Katrínatúni 4, jarðhæð kl. 17:15
Fararstjóri er Hrönn Baldursdóttir