Ferðaáætlun 2025 er komin út og má finna hér á heimasíðu Útivistar. Bæði má fletta blaðinu rafrænt hér en einnig skoða ferðirnar og bóka í ferðahluta síðunnar.
Útivist heldur upp á 50 ára afmælið á árinu 2025. Ýmislegt verður gert í til efni afmælisins og má sjá afmælisferðir ársins í ferðablaðinu sem er með afmælissniði. Má þar nefna raðgönguna að heiman og heim þar sem gengið verður frá Reykjavík í Bása, vísindadagsferðir í samstarfi við Hið íslenska náttúrufræðifélag, auk spennandi afmælisferða um Eldgjá og frá Landmannalaugum í Strút. Afmælishelgina í mars verður gengið á Keili og á afmælisdaginn mun verða samsæti hér í bænum. Aðal afmælishátíð félagsins verður helgina 20. – 22. júní í Básum þar sem blásið verður til gönguferða- og grillstórveislu að hætti Útivistar og vonum við að sjá sem allra flesta, unga sem gamla. Sérstakt afsláttarverð er fyrir þá sem skrá sig fyrir 1. apríl.