Dags:
lau. 10. maí 2025
Brottför:
Engidalur kl 9:00
Nú höldum við á slóðir Gunnars, Hallgerðar, Njáls og Bergþóru og göngum á Þríhyrning í Rangárvallasýslu í samfylgd fróðra manna. Farið er á eigin bílum og hist við Engidal innan við bæinn Vatnsdal. Ekið er inn Fljótshlíð og beygt við Tumastaði inn að Vatnsdal og svo spölkorn áfram að bílastæði við Engildal þar sem gangan hefst.
Þríhyrningur í Rangárvallasýslu ber nafn sitt af þremur hornum eða tindum. Fjallið leynir á sér og kemur á óvart hversu víðsýnt er af því. Áhugavert er að skoða og ganga með bröttum hamraveggjum Þríhyrnings og sjá sérkennilega sorfnar móbergsmyndanir þess. Þríhyrningur er sögufrægt fjall og þar er fjöldi örnefna. Mætti til dæmis nefna Flosadal en þar leyndist Flosi með mönnum sínum með á annað hundrað hesta eftir Njálsbrennu. Ganga á Þríhyrnging telst ekki erfið fyrir fólk sem eitthvað hefur stundað fjallgöngur. Vegalengd 12 km. Hækkun 500 m. Göngutími 5 - 6 klst.
Verð 7.000 kr.
Félagsverð 4.500 kr.