Dags:
lau. 3. maí 2025
Brottför:
Hist kl. 11:00 við Grafarvogskirkju
Vísindapakkinn – Dagsferðir í samstarfi við HÍN
Í 50 ára starfi Útivistar hefur gjarnan verið blandað saman góðum gönguferðum og skemmtilegri fræðslu. Í tilefni afmælisins efnir Útivist í samstarfi við Hið íslenska náttúrufræðifélag til skemmtilegra og fræðandi vísindaferða þar sem allir eru velkomnir. Farið er á eigin bílum á valda staði í nágrenni höfuðborgarinnar. Staðsetning er valin eftir aðstæðum og verður auglýst vel. Sérfræðingar frá HÍN verða með í för og fræða þátttakendur um undur náttúrunnar. Sumar ferðirnar eru mjög hentugar sem fjölskylduferðir og við vekjum athygli á að í þessar ferðir verður frítt fyrir börn og unglinga upp að 17 ára aldri.
Í fuglaskoðunarferðinni skoðum við fuglalíf í Grafarvogi. Við göngum frá kirkjunni og inn voginn. Þetta er góð fer fyrir börn og aðra og tekur svona 2-3 tíma. Við getum séð endur og sjófugla í voginum, vaðfugla í fjörunni og spörfugla í trjánum. Brottför frá Grafarvogskirkju kl. 11.
Með okkur í för verður Sölvi Rúnar Vignisson vistfræðingur hjá Þekkingarsetri Suðurnesja og formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags.
12.april
|
Jarðfræðiferð lokið
|
3.maí
|
Fuglaskoðun
|
31.maí
|
Grasafræði
|
24.ágúst
|
Sveppaferð
|
20.sept
|
Undur fjörunnar
|
Verð 4.500 kr.
Félagsverð 4.500 kr.