
Jóhanna hefur verið fararstjóri hjá Útivist frá árinu 2005.
Jóhanna er brosmild fjallageit, veiðikona og mikill útivistarunnandi. Hún veit fátt betra en að vera uppi á fjallstoppi hvort sem er í göngu eða á skíðum. Hún hefur gaman af að miðla til annarra og er m.a. fróð um plöntur í náttúru Íslands. Hún stýrði Kvennaferðum Útivistar í níu ár, hefur í mörg ár verið með ferðina Grill og gaman í Básum sem og Haustlitaferðina og var fararstjóri í næturgöngu yfir Leggjabrjót 16. júní um árabil.
Uppáhaldsnestið hennar er lífrænt jurtate, þurrkað mangó og hnetur.
Jóhanna situr í kjarna Útivistar og hefur áður setið í dagsferðarnefnd og stjórn félagsins.
Hún hefur m.a. lokið námskeiðum í skyndihjálp í óbyggðum, rötun og vetrarfjallamennsku.
Mottó Jóhönnu er að njóta lífsins með góðu fólki.
Sími: 660-4027 - netfang: johannaben@gmail.com