
“Tengsl við náttúru er lykill að heilbrigði og vellíðan”
Hrönn hefur verið í fararstjórahópi Útivistar frá árinu 2014 og situr í langferðanefnd. Hún hefur ánægju af alls konar gönguferðum, stuttum, löngum, rólegum og hröðum. Gaman að skreppa í dagsferðir og helgarferðir en dásamlegast að komast í langar bakpokaferðir.Fyrir Útivist hefur Hrönn leitt nokkrar dagsferðir, jógaferðir, Horn í Horn ferðina frá byrjun og var í fararstjórateymi Útivistargírsins í þrjú ár.
Uppáhalds nestið er þrírétta máltíð í göngutjaldinu: sveppa(bolla)súpa í forrétt, grænmetispottréttur, súkkulaðihrákaka í eftirrétt og svo fjallakakó!
Mottó Hrannar er: Að kveldi skal veður lofa!
Hrönn lauk leiðsögunámi frá MK 2011 og hefur lokið námskeiðum í WFR og fyrstu hjálp í óbyggðum.
Sími: 899-8588 - netfang: hronn@thinleid.is