Helga hefur verið fararstjóri Útivistar frá árinu 1988 með mislöngum hléum.
Hún nýtur sín best í grænu umhverfi og á fjöllum. Er einlægur Bása aðdáðandi og áhugamanneskja um náttúruvernd og -nytjar. Uppáhaldsnesti Helgu er alltaf með í för og það skilja líklega flestir, því uppáhalds nestið er súkkulaði!
Helga situr í stjórn Útivistar, í kjarna, í langferðanefnd, skálanefnd og fræðslunefnd.
Skrýtnasti hluturinn í bakpokanum hennar Helgu er líklega norski trébollinn sem er notaður í allsskonar.