
Guðrún hefur verið fararstjóri í hjólaferðum Útivistar frá árinu 2013 og setið í nefnd hjólaræktarinnar frá sama ári. Hún er mikil áhugamanneskja um hjólreiðar og almenna útivist. Frá árinu 2016 hefur hún einnig tekið að sér fararstjórn í fjallgöngum og dagsferðum.
Guðrúnu er best að lýsa sem brosmildri ömmu á besta aldri. Fátt nærir hjarta hennar betur en að njóta útiveru með barnabörnunum fimm sem bíða spennt eftir fjölskylduferðunum í Bása og Strút. Guðrún er einnig frábær myndasmiður og hefur setið í myndanefnd Útivistar frá árinu 2015 og myndavélin er ávallt með í för, hvort sem um er að ræða hjóla-, göngu- eða bílferðir.
Guðrún hefur meðal annars lokið námskeiðum í skyndihjálp í óbyggðum, rötun og almennum hjólaviðgerðum.