
Emelía, eða Emma eins og Útivistarfélagar þekkja hana best, hefur verið fararstjóri hjá Útivist frá árinu 1998.
Hún hefur sótt námskeið í fyrstu hjálp á fjöllum, náttúruvernd og hlotið þjálfun á fararstjórahelgum félagsins svo eitthvað sé nefnt. Emma hefur leitt félagsmenn Útivistar víða, farið ótal ferðir í Bása og að Fjallabaki, leitt fjölskylduferðir, aðventuferðir og tekið virkan þátt í ótal Jónsmessuferðum Útivistar.