
Einar hefur verið fararstjóri hjá Útivist frá árinu 2004.
Hann er ekki eingöngu fararstjóri því hann tekur virkan þátt í uppbyggingu og viðhaldi á skálum félagsins í Álftavötnum, Skælingum, við Sveinstind og Strút. Hann kann einna best að meta flatköku með hangiketi í óbyggðanestispásum. Í pokanum leynist ýmislegt, heyrst hefur að hann hafi með sér sinn eigin reykskynjara í skálaferðum og sunddómaraflautan er aldrei langt undan.
Einar hefur sótt námskeið í rötun, hjálp í viðlögum á fjöllum, farastjóranaámskeið og þverun straumvatna en auk þess hefur hann góðan grunn úr björgunarsveitarstarfi.